Mainoo opinn fyrir Napoli - Tekur Gerrard við Boro? - Forest vill 120 milljónir punda - Kröfur Vinicius gætu ýtt honum í burtu
   lau 19. október 2019 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Gasperini: Æfingalandsleikir eru tilgangslausir
Gian Piero Gasperini, þjálfari Atalanta, er allt annað en sáttur með landsleikjafyrirkomulagið eftir að Duvan Zapata meiddist í æfingaleik gegn Síle í hlénu.

Zapata, sem er búinn að skora fjögur mörk í síðustu fjórum leikjum Atalanta, verður frá fram í nóvember vegna meiðslanna. Hann var markahæstur hjá liðinu í fyrra með 23 mörk í 37 deildarleikjum og er kominn með 6 mörk í 7 leikjum á nýrri leiktíð.

„Ég blótaði meðan ég horfði á leikinn. Það er óþolandi þegar félagslið þurfa að gjalda fyrir meiðsli sem koma fyrir leikmenn í tilgangslausum æfingaleikjum. Leikmenn eru neyddir til að ferðast og spila tvo leiki á tæpum tveimur vikum, allt til einskis," sagði Gasperini.

„Þessir leikir eru algjörlega tilgangslausir hvernig sem á þá er litið. Svo horfir enginn á þá í þokkabót. Þetta er algjör vitleysa, það gengur ekki að stoppa deildartímabilin þrisvar sinnum á þremur mánuðum. Það væri betra að hafa eina langa pásu.

„Ég býst við að Muriel fylli í skarðið. Hann þarf að nýta færin sín og vera uppá sitt besta enda hefur hann verið að glíma við eitnabólgu og hnémeiðsli. Hann spilaði líka í landsleikjahlénu."


Luis Muriel er samherji Zapata hjá kólumbíska landsliðinu og Atalanta. Hann er kominn með 3 mörk í 5 deildarleikjum.

Atalanta heimsækir Lazio í hörkuleik í dag sem verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3. Liðin munu líklegast vera í Evrópubaráttunni undir lok tímabilsins en Atalanta er að leika í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í fyrsta sinn í ár.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 11 8 0 3 26 12 +14 24
2 Roma 11 8 0 3 12 5 +7 24
3 Milan 11 6 4 1 17 9 +8 22
4 Napoli 11 7 1 3 16 10 +6 22
5 Bologna 11 6 3 2 18 8 +10 21
6 Juventus 11 5 4 2 14 10 +4 19
7 Como 11 4 6 1 12 6 +6 18
8 Sassuolo 11 5 1 5 14 12 +2 16
9 Lazio 11 4 3 4 13 9 +4 15
10 Udinese 11 4 3 4 12 17 -5 15
11 Cremonese 11 3 5 3 12 13 -1 14
12 Torino 11 3 5 3 10 16 -6 14
13 Atalanta 11 2 7 2 13 11 +2 13
14 Cagliari 11 2 4 5 9 14 -5 10
15 Lecce 11 2 4 5 8 14 -6 10
16 Pisa 11 1 6 4 8 14 -6 9
17 Parma 11 1 5 5 7 14 -7 8
18 Genoa 11 1 4 6 8 16 -8 7
19 Verona 11 0 6 5 6 16 -10 6
20 Fiorentina 11 0 5 6 9 18 -9 5
Athugasemdir
banner