mán 19. október 2020 16:38
Ívan Guðjón Baldursson
Katar: Fyrsti sigur Al Arabi kom gegn botnliðinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Al Arabi 2 - 1 Umm-Salal
1-0 A. Al Ansari ('45)
1-1 A. Belhocini ('68, víti)
2-1 M. Mohammadi ('94)

Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn er Al Arabi tók á móti botnliði Umm-Salal í Katar í dag.

Heimamenn í Al Arabi voru betri allan leikinn og tóku forystuna undir lok fyrri hálfleiks. Gestirnir áttu aðeins eina marktilraun í öllum leiknum og kom hún á 68. mínútu. Abdennour Belhocini skoraði þá úr vítaspyrnu og jafnaði.

Lærisveinar Heimis Hallgrímssonar héldu áfram að stjórna leiknum en virtust ekki ætla að ná að gera sigurmarkið. Þolinmæðin borgaði sig þó að lokum því Al Arabi gerði sigurmark í uppbótartíma.

Þetta var fyrsti sigur Al Arabi á nýju tímabili. Liðið er með fjögur stig eftir fjórar umferðir. Umm-Salal er aðeins með eitt stig.
Athugasemdir