Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
Segir íslenska liðið betra en það ísraelska - Þakkar Mikael fyrir sitt framlag
Alfreð um ummæli Hareide: Kem alltaf með sama markmið í landsliðið
Númi: Það er ein helsta ástæðan fyrir því að ég fór í Bestu
Siggi Höskulds um Gylfa: Þetta mun sprengja deildina
Blikar tóku ekki þátt í kapphlaupinu um Gylfa - „Tökum honum fagnandi"
Vildi finna hamingjuna aftur - „Ótrúlega erfitt andlega"
„Hugsaði allan tímann um hversu geggjað það væri að gera þetta með Fram"
Ein sú besta frá því í fyrra samdi í Víkinni - „Mikill meðbyr í kringum félagið"
Axel Óskar: KR langskemmtilegasti og mest spennandi kosturinn
Varð strax forvitinn um Breiðablik - „Fótboltinn hérna er sterkari"
Markakóngurinn mættur í Kópavog - „Búinn að segja mér marga góða hluti"
Birkir aftur heim í Þorpið - „Búið að vera í hausnum á manni lengi"
Á leið í fimmta tímabilið á Íslandi - „Ánægður að þeir völdu mig"
Sjáðu þrumuræðu Þorvalds Örlygssonar sem tryggði honum formannsembættið
Ingibjörg: Hafði alltaf trú
Telma: Vissi að við kæmum brjálaðar til baka
Sveindís: Lofaði að bæta upp fyrir það og fannst ég gera það
Glódís: Við sem leikmenn, þjóðin og KSÍ þurfum öll að stíga upp
„Búin að fá einhverja Twitter-kalla á sig en gerir okkur að sterkara liði"
Steini: Allt í lagi á meðan maður fær ekki slag
   þri 19. nóvember 2019 23:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Wycombe
Arnar Viðars: Erum í þessu til að búa til leikmenn
Arnar Þór Viðarsson.
Arnar Þór Viðarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar og aðstoðarmaður hans, Eiður Smári Guðjohnsen.
Arnar og aðstoðarmaður hans, Eiður Smári Guðjohnsen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er alltaf hundfúlt að tapa, en frammistaðan í heild sinni var mjög góð hjá okkur," sagði Arnar Þór Viðarsson, þjálfari U21 landsliðsins, eftir 3-0 tap gegn Englandi í kvöld.

Lestu um leikinn: England U20 3 -  0 Ísland U20

Leikurinn í kvöld reyndar ekki U21 landsleikur. U20 landslið Íslands mætti U20 landsliði Englands í vináttulandsleik á Adams Park, heimavelli Wycombe Wanderers.

„Við spiluðum mjög góðan fyrri hálfleik, við fórum inn í hálfleikinn með 0-0. Við fengum tvö mjög góð færi í fyrri hálfleiknum og hefðum getað verið yfir í hálfleik. Þegar við fengum á okkur fyrsta markið þá fannst mér við vera orðnir helvíti flottir, við vorum komnir vel inn í leikinn."

„Það var súrt að fá á sig mark úr hraðaupphlaupi. Strax eftir markið gerum við sex breytingar og þá er bara eðlilegt að það komi rask á leik liðsins."

„Það tók okkur 15-20 mínútur að koma okkur aftur inn í þetta. Á því korteri skoruðu þeir tvö mörk."

Heimsmeistarar fyrir tveimur árum
Nokkrir af þeim leikmönnum sem spiluðu í kvöld urðu Heimsmeistarar með U17 liði Englands árið 2017. Má þar nefna leikmenn eins og Lewis Gibson, Joel Latibeudiere, Angel Gomes og Emile Smith-Rowe.

„Ég er mjög ánægður með strákana, þeir stóðu sig mjög vel. Það má ekki gleyma því að þetta lið sem við vorum að spila á móti urðu Heimsmeistarar fyrir tveimur árum. Þeir voru í vikunni að vinna Portúgal 4-0."

„Þeir eru búnir að spila fullt af leikjum saman, við vorum í fyrsta skipti að spila með U20 liðið okkar. Það munar því, við erum ekki á sama stigi og Englendingar hvað varðar leiki fyrir öll okkar lið. Ég er mjög sáttur, fyrir utan það að ég er hundfúll að tapa," sagði Arnar.

Sexföld breyting
Snemma í seinni hálfleiknum gerði Arnar sexfalda breytingu á liði sínu.

„Þetta er æfingaleikur og við erum að koma hérna saman í þrjá daga. Ef ég ætla að ákveða hversu góður leikmaður er, þá þýðir ekki að gefa honum fimm mínútur. Það var hugsunin, að gefa sem flestum nógu margar mínútur."

„Við ætluðum að gera breytingar í hálfleik, við vorum búnir að ákveða það fyrir leikinn. En vegna þess hversu vel við vorum komnir inn í leikinn undir lok fyrri hálfleiks, þá ákváðum við að taka 10 mínútur í viðbót."

„Það er bara hugsunin, að gefa strákunum tækifæri að troða þessari reynslu í bakpokann. Við erum í þessu til að búa til leikmenn, helst A-landsliðsmenn. Þetta er hluti af því."

Alltaf spurning um pínulítil atriði
Í þessu landsliðsverkefni tapaði U21/U20 landsliðið tveimur leikjum með markatölunni 3-0. Gegn Englandi í kvöld og gegn Ítalíu í undankeppni EM 2021 síðastliðinn laugardag.

Þrátt fyrir slæm úrslit er Arnar ánægður með síðasta landsliðsverkefni ársins heilt yfir.

„Ég er ánægður heilt yfir. Ég er hundfúll að tapa tvisvar sinnum 3-0, en við áttum sérstaklega út í Ítalíu mikið meira skilið en 3-0 tap," segir landsliðsþjálfarinn.

„Í dag geturðu verið 1-0 yfir í hálfleik. Það er það skref sem við verðum að taka. Þetta er alltaf spurning um pínulítil atriði, spurning um eina snertingu sem er góð eða eina snertingu sem er bara ágæt."

„Við erum með okkar stráka aðeins of oft í því að vera ekki með fyrstu snertinguna frábæra. Við sjáum það þegar Valdimar kemst í gegn, þessi snerting sem hann þarf til að koma sér fram hjá markverðinum er ekki fullkomin. Það var sama uppi á teningunum á Ítalíu."

„Við verðum að venja okkur á það að ef við ætlum að komast á hærra stig þá þurfum að æfa á hærra tempói og gera hlutina aðeins hraðar. Tempó er lykilorð í fótbolta í dag."

„Það er okkar starf að sýna drengjunum þetta. Það er frábært að þeir geri líka mistök, það er í rauninni frábært líka. Þeir þurfa að læra af þeim. Ef þeir þora ekki að gera neitt, þá geta þeir ekki gert neitt rangt. Þess vegna er ég stoltur, en ég vil auðvitað vinna alla leiki - þó það sé gegn Ítalíu og Englandi," sagði Arnar Þór Viðarsson.

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner