Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 19. nóvember 2019 20:00
Brynjar Ingi Erluson
Balotelli var alltaf seinn - Borgaði mest í sektarsjóðinn
Mario Balotelli og Micah Richards voru fínir mátar hjá City
Mario Balotelli og Micah Richards voru fínir mátar hjá City
Mynd: Getty Images
Micah Richards, fyrrum leikmaður Manchester City og enska landsliðsins, segir að Mario Balotelli hafi haldið sektarsjóðnum gangandi er þeir voru liðsfélagar hjá félaginu.

Balotelli kom til City frá Inter og þótti þá afar skrautlegur karakter hann lenti í ýmsum uppákomum á tíma sínum þar.

Hann klessti bifreið sína, kveikti á flugeldum heima hjá sér og kastaði pílum í leikmann unglingaliðsins.

Richards, sem var liðsfélagi hans hjá City, segir þá að Balotelli hafi alltaf verið seinn á æfingar og liðsfundi og hafi hann greitt yfir 100 þúsund pund í sektarsjóðinn á hverju ári.

„Balotelli var alltaf seinn. Við gáfum alltaf peninginn okkar til góðgerðarmála og þegar jólin voru að nálgast vorum við með 100-150 þúsund pund og það var allt sem Balotelli hafði safnað," sagði Richards.

„Hann var á svæðinu og það var fundur á efri hæðina og hann var bara á neðri hæðinni að slaka á. Svo mætti hann og var alltaf frekar þreyttur."

„Þetta gerðist samt bara þegar Vincent Kompany greip mann glóðvolgan. Ég var ekkert að fara að kjafta viljandi frá,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner