Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 19. nóvember 2019 13:30
Magnús Már Einarsson
Brandur Olsen vill fara í stærra félag
Brandur Olsen.
Brandur Olsen.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Brandur Olsen, miðjumaður FH og færeyska landsliðsins, vill prófa að spila í stærri deild en þetta segir hann í viðtali við FM1 í Færeyjum.

Hinn 23 ára gamli Brandur hefur leikið með FH undanfarin tvö tímabil en hann skoraði sex mörk í nítján leikjum í Pepsi Max-deildinni í sumar.

Brandur er samningsbundinn FH í tvö ár í viðbót en hann vonast til að fá tækifæri til að spreyta sig í stærri deild.

„Ég vil prófa eitthvað annað því ég tel að ég hafi það sem þarf til. Ég fór til Íslands til að ná leikjum undir beltið. Núna er ég búinn að spila 60 leiki og er klár í að taka næsta skref," sagði Brandur

Brandur er lykilmaður í landsliði Færeyja en hann á 31 landsleik að baki. Brandur hefur verið öflugur í undankeppni EM en hann var besti maður Færeyinga í 3-0 tapi gegn Svíþjóð í gærkvöldi.
Athugasemdir
banner