Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
   sun 16. nóvember 2025 12:35
Ívan Guðjón Baldursson
Úlfur Arnar ráðinn til ÍA (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úlfur Arnar Jökulsson hefur verið ráðinn inn í þjálfarateymi Kára og 2. flokks karla hjá ÍA.

Hann býr yfir mikilli reynslu úr íslenska boltanum eftir að hafa þjálfað hjá Fjölni og Aftureldingu auk þess að hafa verið aðalþjálfari hjá Vængjum Júpíters.

Úlfur er íþróttafræðingur með gráðu frá HR og hefur sérhæfingu í afreks- styrktar- og þrekþjálfun, auk þess að hafa lokið KSÍ Pro þjálfaragráðu.

„Með ráðningu Úlfs vill félagið undirstrika mikilvægi þess að styrkja tengingu milli meistaraflokks karla, Kára og 2.flokks karla, og tryggja að ungir, efnilegir og kraftmiklir knattspyrnumenn fái sem bestan stuðning á leið sinni úr unglingastarfi félagsins upp í meistaraflokk," segir meðal annars í tilkynningu frá ÍA.


Athugasemdir
banner
banner