Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 20. janúar 2020 15:39
Elvar Geir Magnússon
Hannes sá eini sem lék allar mínúturnar í Los Angeles
Icelandair
Hannes Þór Halldórsson.
Hannes Þór Halldórsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ari Leifsson, varnarmaður Fylkis, lék sinn fyrsta A-landsleik.
Ari Leifsson, varnarmaður Fylkis, lék sinn fyrsta A-landsleik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
A-landslið karla hefur lokið sínu janúarverkefni en báðir vináttulandsleikirnir enduðu með 1-0 sigri Íslands, gegn Kanada í síðustu viku og svo gegn El Salvador í gær.

Sjö leikmenn léku sinn fyrsta landsleik í ferðinni.

Hannes Þór Halldórsson, markvörður Vals, var eini í hópnum sem lék hverja einustu mínútu í báðum leikjum. Hann hélt marki Íslands hreinu þær 180 mínútur sem hann spilaði.

Kjartan Henry Finnbogason spilaði næstflestar mínútur en hann skoraði sigurmarkið gegn El Salvador.

Ferðin var leikin utan landsleikjadaga FIFA og hópurinn var því áhugaverð blanda reynslubolta og nýliða.

Spiluðu báða leikina:
Hannes Þór Halldórsson - 180 mínútur
Kjartan Henry Finnbogason - 134 mínútur (skoraði gegn El Salvador)
Óttar Magnús Karlsson - 120 mínútur
Hólmar Örn Eyjólfsson - 119 mínútur (skoraði gegn Kanada)
Mikael Anderson - 118 mínútur
Kári Árnason - 106 mínútur
Viðar Örn Kjartansson - 105 mínútur
Alex Þór Hauksson - 102 mínútur
Bjarni Mark Duffield* - 99 mínútur
Stefán Teitur Þórðarson* - 95 mínútur
Ari Leifsson* - 90 mínútur
Birkir Már Sævarsson - 90 mínútur
Kristján Flóki Finnbogason - 75 mínútur
Alfons Sampsted* - 46 mínútur

Spiluðu gegn El Salvador:
Óskar Tor Sverrisson* - 90 mínútur
Tryggvi Hrafn Haraldsson - 61 mínúta
Kolbeinn Sigþórsson - 16 mínútur

Spiluðu gegn Kanada:
Davíð Kristján Ólafsson - 90 mínútur
Daníel Leó Grétarsson* - 90 mínútur
Höskuldur Gunnlaugsson* - 81 mínúta
Aron Elís Þrándarson - 73 mínútur

Spiluðu hvorugan leikinn:
Elías Rafn Ólafsson
Patrik Sigurður Gunnarsson

*Spiluðu sinn fyrsta landsleik í ferðinni.
Athugasemdir
banner
banner