Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 20. janúar 2022 17:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Lúkas Logi Heimisson (Fjölnir/Empoli)
Lengjudeildin
Mynd: Empoli
Orri Þórhalls
Orri Þórhalls
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arjen Robben
Arjen Robben
Mynd: Getty Images
Jóhann Árni
Jóhann Árni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vilhjálmur Yngvi
Vilhjálmur Yngvi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lúkas Logi er samningsbundinn Fjölni og er á láni hjá ítalska félaginu Empoli fram á sumar. Hann er sóknarsinnaður leikmaður og spilar með Primavera liði Empoli.

Hann lék sína fyrstu deildarleiki með Fjölni árið 2020. Síðasta sumar hafði hann skorað fimm mörk í sautján leikjum þegar tilboðið frá Empoli kom fyrir lok gluggans í júlí. Hann á fimm leiki að baki fyrir yngri landslið Íslands. Í dag sýnir hann á sér hina hliðina.

Sjá einnig:
Lúkas Logi: Geggjað að fá að spila með rugl góðum Pinamonti og Cutrone

Fullt nafn: Lúkas Logi Heimisson

Gælunafn: Lúlli

Aldur: 18 ára

Hjúskaparstaða: Föstu

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: 22. Febúar 2019

Uppáhalds drykkur: Rauður Collab

Uppáhalds matsölustaður: Erfitt val á milli Ginger og Wokon

Hvernig bíl áttu: Er ekki á bíl hérna úti

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Brooklyn 99

Uppáhalds tónlistarmaður: Travis Scott og Pop Smoke

Uppáhalds hlaðvarp: Dr. Football

Fyndnasti Íslendingurinn: Egill Gillz

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: „okeim“

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Get ekki hugsað mér neitt lið

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Birkir Már Sævarsson

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Úlfur Arnar Jökulsson

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt:

Hver var fyrirmyndin þín í æsku: Arjen Robben

Sætasti sigurinn: 3-0 sigurinn á móti Aftureldingu síðasta sumar

Mestu vonbrigðin: Að komast ekki upp í Pepsi í fyrra með Fjölni

Uppáhalds lið í enska: Liverpool

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson væri fyrir valinu

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Jóhann Árni Gunnarsson

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi:

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Silja Fanney Angantýsdóttir

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Lionel Messi

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Orri Þórhallsson er Svakalegur

Uppáhalds staður á Íslandi: Grafarvogur

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik:

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Pílu

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Nike Mercurial Vapor

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Náttúrufræði

Vandræðalegasta augnablik: Atvik sem að gerðist þegar ég var í 4.fl: Ég fór að reima skóna mína í miðjum leik á meðan að liðið mitt var í sókn, við töpuðum svo boltanum og ég gerði framherjann réttstæðan útaf því ég var að reima skóna mína á okkar vallarhelming. Þeir skoruðu svo auðvitað.

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju og af hverju: Ég myndi taka Dag Inga og Árna Stein til að halda uppi stemningunni og Vilhjálm Yngva til að passa upp á okkur

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Er jafnfættur

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Upphitun
Athugasemdir
banner
banner
banner