banner
   fim 20. febrúar 2020 11:30
Elvar Geir Magnússon
Ighalo fer ekki heim á sama tíma og aðrir
Odion Ighalo er 30 ára.
Odion Ighalo er 30 ára.
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, hefur opinberað að Odion Ighalo æfi lengur en aðrir til að koma sér í eins gott stand og mögulegt er.

Ighalo kom í janúarglugganum en skiptin komu mörgum á óvart og efasemdarraddir um að hann sé í gæðaflokki til að spila fyrir United.

Meiðsli Marcus Rashford neyddu United til að fara út á leikmannamarkaðinn og Nígeríumaðurinn var lánaður frá Shanghai Shenua í Kína.

Ighalo kom af bekknum og spilaði nokkrar mínútur gegn Chelsea á mánudag. Solskjær var spurður að því hvort hann myndi byrja gegn Club Brugge í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld.

„Ég mun ekki gefa upp byrjunarliðið strax en það þarf að dreifa álaginu. Odion kemur með öðruvísi eiginleika og hefur sýnt það á æfingum að hann er markaskorari. Hann er mikill fagmaður og frábær einstaklingur. Honum hefur verið vel tekið í hópnum," sagði Solskjær.

Tímabilið var ekki í gangi í Kína og því er Ighalo ekki á sama stað og aðrir leikmenn United þegar kemur að formi.

„Hann hefur þurft að æfa aukalega og hann fer ekki heim á sama tíma og hinir."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner