Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 20. febrúar 2020 18:00
Ívan Guðjón Baldursson
Wuhan fær Carrico frá Sevilla (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Kínverska félagið Wuhan Zall er búið að ganga frá kaupum á Daniel Carrico, 31 árs varnarmanni, frá Sevilla.

Wuhan er orðin heimsfræg borg eftir útbreiðslu Corona-vírussins sem er talinn hafa byrjað þar.

Carrico er portúgalskur og þótti gríðarlega mikið efni á sínum yngri árum. Hann var lykilmaður í öllum yngri landsliðum Portúgals en stökkið upp í A-landsliðið mistókst.

Carrico hóf ferilinn hjá Sporting og var lykilmaður sem táningur. Hann missti sæti sitt í liðinu eftir nokkur ár og skipti yfir til Reading, þar sem hann komst þó ekki í byrjunarliðið.

Þaðan hélt hann til Sevilla og hefur hann verið varaskeifa þar síðustu sex ár. Hann lék 38 leiki í öllum keppnum á síðustu leiktíð en stuðningsmenn félagsins voru ekki sáttir með frammistöður hans.

Vinsæl færsla frá stuðningsmanni Sevilla segir að nú sé Wuhan komið með eitthvað enn verra heldur en vírusinn ógurlega.

Leo Baptistao, fyrrum sóknarmaður Villarreal, Atletico Madrid og Espanyol, er meðal leikmanna Wuhan.
Athugasemdir
banner
banner
banner