Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 20. mars 2020 14:26
Elvar Geir Magnússon
Gætu orðið stórar breytingar á mótafyrirkomulagi - Bikarkeppninni fórnað?
Haraldur Haraldsson.
Haraldur Haraldsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mjólkurbikarinn.
Mjólkurbikarinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í gær var Íslandsmótinu í fótbolta frestað fram í miðjan maí vegna heimsfaraldursins sem nú er í gangi. Haraldur Haraldsson, formaður ÍTF, telur miklar líkur á að mótið hefjist seinna en það.

„Ég óttast það. Við erum með þetta samkomubann sem er í gildi til 12. apríl. Á þeim tíma á faraldurinn að vera í hámarki hérna á Íslandi. Ég held að allir sjái það að samkomubannið verður framlengt, sennilega í fjórar vikur til viðbótar," segir Haraldur en hann mætti í útvarpsþáttinn Fótbolti.net í dag.

„Samkomubannið í dag miðar við 100 manns. Ég geri ráð fyrir því að fljótlega verði samkomubannið yfir 50, 20 eða 10 manns eins og í Danmörku. Þetta mun taka tíma, það er alveg ljóst. Það sér enginn framtíðina og við þurfum að taka nýjar ákvarðanir þegar nýjar upplýsingar koma."

Leikið bak við luktar dyr?
Þegar Íslandsmótið fer loks af stað, er líklegt að leikið verði án áhorfenda til að byrja með?

„Vonandi ekki. Það skiptir okkur gríðarlega miklu máli að hafa áhorfendur. Ég vona að það þurfi ekki að grípa til þess en það er ekki hægt að útiloka neitt," segir Haraldur.

Mótum hefur verið aflýst vegna ástandsins. Er byrjað að ræða þann möguleika að þurfa að sleppa bikarkeppninni þetta árið til að koma leikjum í Íslandsmótinu fyrir?

„Ekki miðað við þær upplýsingar sem við höfum í dag. Við erum ekki byrjuð að ræða það. Ef þetta dregst áfram þarf samt að gera einhverjar drastískar breytingar á öllu mótafyrirkomulagi. Það er viðbúið," segir Haraldur.

Mögulegt er að Íslandsmótið klárist seint á árinu en Haraldur segir að menn séu ákveðnir í því að gera allt til að mótið fari fram.

„Við eigum auðveldlega að geta spilað út október og jafnvel lengra ef hallirnar verða notaðar. Við munum alltaf leita allra leiða til að spila mótið. Ég held að allir geti verið sammála um það."

Smelltu hér til að hlusta á þáttinn eða notaðu spilarann hér að neðan.
Útvarpsþátturinn - Krísufundur íslenska boltans
Athugasemdir
banner
banner