Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 20. apríl 2021 09:30
Magnús Már Einarsson
Liverpool vill fá Watkins - Nagelsmann næsti stjóri Spurs?
Powerade
Ollie Watkins.
Ollie Watkins.
Mynd: Getty Images
Julian Nagelsmann
Julian Nagelsmann
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin eru í stuði í dag. Kíkjum á slúðurpakka dagsins.



Tottenham vill fá Julian Nagelsmann (33) þjálfara RB Leipzig til að taka við stjórastöðunni af Jose Mourinho. (Mail)

Na0gelsmann gæti tekið við Tottenham áður en þetta tímabil klárast. (Sun)

Jose Mourinho vildi ekki fá Gareth Bale á láni frá Real Madrid í september. (Telegraph)

Crystal Palace, Leeds og Mónakó hafa áhuga á Ainsley Maitland-Niles (23) en hann er í láni hjá WBA frá Arsenal. (Mirror)

Liverpool hefur áhuga á að fá framherjann Ollie Watkins (25) frá Aston Villa. Watkins varð dýrasti leikmaðurinn í sögu Aston Villa þegar félagið keypti hann á 28 milljónir punda frá Brentford í fyrrasumar. (Football Insider)

West Ham er í bílstjórasætinu í baráttunni um Youssef En-Nesyri framherja Sevilla. Liverpool og Manchester United hafa einnig verið orðuð við hann. (La Razon)

Everton hefur hafið viðræður við Seamus Coleman (32) um að koma inn í þjálfaraliðið þegar skórnir fara á hilluna. (Liverpool Echo)

Chelsea hefur mikinn áhuga á að fá miðvörðinn Niklas Sule (25) frá Bayern Munchen í sumar. (Athletic)

Barcelona er tilbúið að lána Riqui Puig í sumar en félög í Englandi, Ítalíu, Þýskalandi og Portúgal hafa sýnt áhuga. (Sport)

Aston Villa ætlar að gera aðra tilraun til að fá Milot Rashica (24) kantman Werder Bremen. (Footblal Insider)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner