FH hefur tapað fyrstu tveimur leikjum sínum í Bestu deildinni, útileikjum gegn Stjörnunni og Vestra, og þá féll liðið úr leik í Mjólkurbikarnum gegn Fram í gær.
Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var spurður að því eftir leik hvort félagið myndi bæta við sig áður en félagaskiptaglugganum verður lokað þann 29. apríl.
Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var spurður að því eftir leik hvort félagið myndi bæta við sig áður en félagaskiptaglugganum verður lokað þann 29. apríl.
„Nei við gerum það ekki, þetta er leikmannahópurinn sem verður allavega fram að næsta glugga," svaraði Heimir.
„Það er nóg eftir. Það eru nú bara tveir leikir búnir og tuttugu eftir áður en það kemur að skiptingu og við þurfum bara að sleikja sárin og halda áfram. Við sáum það í seinni hálfleik að um leið og menn leggja sig fram í FH-búningnum eru okkur allir vegir færir."
Komnir í FH:
Mathias Rosenörn frá Stjörnunni
Ahmad Faqa frá AIK (á láni)
Bragi Karl Bjarkason frá ÍR
Birkir Valur Jónsson frá HK
Einar Karl Ingvarsson frá Grindavík
Tómas Orri Róbertsson frá Breiðabliki (var á láni hjá Gróttu)
Gils Gíslason frá ÍR (var á láni)
Farnir:
Logi Hrafn Róbertsson til Króatíu
Ólafur Guðmundsson til Álasunds
Sindri Kristinn Ólafsson til Keflavíkur
Vuk Oskar Dimitrijevic í Fram
Finnur Orri Margeirsson hættur
Ingimar Torbjörnsson Stöle í KA (var á láni)
Robby Wakaka til Belgíu
Besta-deild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Breiðablik | 4 | 3 | 0 | 1 | 7 - 5 | +2 | 9 |
2. Víkingur R. | 4 | 2 | 1 | 1 | 7 - 2 | +5 | 7 |
3. Vestri | 4 | 2 | 1 | 1 | 4 - 2 | +2 | 7 |
4. ÍBV | 4 | 2 | 1 | 1 | 6 - 5 | +1 | 7 |
5. KR | 4 | 1 | 3 | 0 | 12 - 7 | +5 | 6 |
6. Fram | 4 | 2 | 0 | 2 | 8 - 6 | +2 | 6 |
7. Valur | 4 | 1 | 3 | 0 | 8 - 6 | +2 | 6 |
8. Stjarnan | 4 | 2 | 0 | 2 | 7 - 7 | 0 | 6 |
9. Afturelding | 4 | 1 | 1 | 2 | 1 - 5 | -4 | 4 |
10. KA | 4 | 1 | 1 | 2 | 6 - 11 | -5 | 4 |
11. ÍA | 4 | 1 | 0 | 3 | 2 - 9 | -7 | 3 |
12. FH | 4 | 0 | 1 | 3 | 5 - 8 | -3 | 1 |
Athugasemdir