banner
   mið 20. maí 2020 11:02
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Dr. Football 
Albert Brynjar: Mín tilfinning að Atli Sveinn sé meira yfir þessu
Atli Sveinn, Óli Stígs og Óli Skúla,
Atli Sveinn, Óli Stígs og Óli Skúla,
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Þjálfaratríó Fylkismanna hefur verið mikið í umræðunni en þeir Atli Sveinn Þórarinsson og Ólafur Stígsson eru aðalþjálfarar og Ólafur Ingi Skúlason er spilandi aðstoðarþjálfari.

í hlaðvarpsþætti Dr. Football ræddi Hjörvar Hafliðason ræddi við Albert Brynjar Ingason sem er uppalinn hjá Fylki.

Vangaveltur eru uppi um hver í teyminu eigi lokaorðið en Albert Brynjar telur að það sé í raun Atli Sveinn sem sé númer eitt.

Hjörvar spurði: Hver er að taka ákvarðanirnar?

„Þeir gefa það út að þeir séu saman í þessu allir þrír. Ég hef samt tilfinninguna að Atli Sveinn sé meira yfir þessu. Hann kemur ferskur inn og ég held að það sé best að hann fái að stjórna aðeins," segir Albert í Dr. Football.

Hann segir að ánægja sé hjá leikmönnum Fylkis með þetta þjálfarafyrirkomulag.

„Ég þekki flesta sem eru í liðinu og menn eru ánægðir með það sem er í gangi þarna. Það er verið að keyra tempóið upp á æfingum og reyna að laga varnarleikinn, eitthvað sem hefur heldur betur vantað síðustu ár."

Fylkir hafnaði í áttunda sæti Pepsi Max-deildarinnar undir stjórn Helga Sigurðssonar í fyrra en eftir tímabilið var ákveðið að skipta um þjálfara.
Athugasemdir
banner
banner