Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 20. maí 2020 17:30
Elvar Geir Magnússon
Chadwick tekur við afsökunarbeiðni frá Lineker
Luke Chadwick.
Luke Chadwick.
Mynd: Getty Images
Luke Chadwick, fyrrum leikmaður Manchester United, hefur tekið við fyrirgefningarbeiðni Gary Lineker og Nick Hancock sem gerðu reglulega grín að útliti hans í sjónvarpsþættinum They Think It's All Over.

Chadwick opnaði sig í viðtali á dögunum og opinberaði að umræðan um sig í þættinum hefði haft slæm áhrif á sig andlega þegar hann reyndi að festa sig í sessi í ógnarsterku liði United á árunum 1999-2004.

Lineker og Hancock hafa báðir beðið Chadwick opinberlega afsökunar og hrósað honum fyrir að opna sig.

Chadwick segir að sjálfstraust sitt hafi verið lítið og hann hafi oft viljað halda sig heima og láta ekki sjá sig opinberlega. Hann segist þó ekki bera neinn kala í garð Lineker og Hancock.

„Auðvitað fyrirgef ég þeim. Ég vildi bara deila reynslu minni. Þetta hafði áhrif á andlega heilsu mína og með því að stíga fram vonast ég til að koma í veg fyrir það að aðrir þurfi að ganga í gegnum það sama," segir Chadwick.
Athugasemdir
banner
banner