Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 20. maí 2020 19:30
Ívan Guðjón Baldursson
Inter vill afslátt á Victor Moses
Mynd: Getty Images
Nígeríski vængbakvörðurinn Victor Moses var lánaður frá Chelsea til Inter í janúar og hefur Antonio Conte, þjálfari Inter, áhuga á honum.

Í lánssamningi Moses er kaupmöguleiki sem hljóðar uppá 12 milljónir evra en Inter telur þann verðmiða of háan og vill afslátt vegna kórónuveirunnar. Þar að auki á hinn 29 ára gamli Moses aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við Chelsea.

Moses kom við sögu í sjö leikjum hjá Inter áður en fótboltinn var stöðvaður en hann er í baráttu við Antonio Candreva og Danilo D'Ambrosio um stöðu hægri vængbakvarðar hjá Inter. Ashley Young er einnig hjá félaginu að láni en hefur aðeins verið notaður vinstra megin.

Moses gæti því snúið aftur til Chelsea og fundið pláss á kantinum í ljósi þess að Pedro og Willian eru líklegir til að yfirgefa félagið eftir tímabilið.
Athugasemdir
banner
banner
banner