Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 20. maí 2020 20:30
Ívan Guðjón Baldursson
Jordon Ibe fékk rakara heim til sín
Mynd: Getty Images
Fyrr í dag var greint frá því að Serge Aurier, hægri bakvörður Tottenham, væri búinn að brjóta einangrunarreglur vegna kórónuveirunnar enn eina ferðina.

Það gerði hann með því að fá rakara heim til sín, sem er brot á einangrunarreglum. Aurier hefði líklega komist upp með þetta athæfi sitt hefði hann ekki birt myndir af sér í rakarastólnum.

Hvorki Aurier né rakarinn skörtuðu grímum eða hönskum og hefur bakvörðurinn verið gagnrýndur mikið fyrir.

Skömmu síðar komst upp um svipað athæfi hjá Jordon Ibe, kantmanni Bournemouth. Hann birti myndir af sér á Instagram þar sem hann var með rakara í heimsókn.

Ástandið hjá Ibe var þó talsvert betra en hjá Aurier. Ibe og rakarinn voru báðir með grímur og þá var rakarinn einnig í hönskum.

Ljóst er að Tottenham mun refsa Aurier. Bournemouth er með mál Ibe til rannsóknar.

Ibe og Aurier eru ekki fyrstu úrvalsdeildarleikmennirnir til að brjóta einangrunarreglur. Kyle Walker, Moise Kean, Jack Grealish, Moussa Sissoko, Tanguy Ndombele, Alexandre Lacazette, David Luiz, Nicolas Pepe, Granit Xhaka, Mason Mount og Morgan Gibbs-White eru meðal leikmanna sem hafa brotið reglurnar.


Athugasemdir
banner
banner
banner