Munu Man Utd og Liverpool berjast um Eze? - Pochettino tekur við Bandaríkjunum - Antony gæti verið lánaður til Tyrklands
   fös 28. apríl 2023 09:16
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Starkaður Péturs spáir í 4. umferð Bestu
Starki á völlunum.
Starki á völlunum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Luigi skorar öll mörkin.
Luigi skorar öll mörkin.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óbærilegur léttleiki knattspyrnunnar.
Óbærilegur léttleiki knattspyrnunnar.
Mynd: Berglind Rögnvaldsdóttir
4. umferð Bestu deildar karla hefst í kvöld með tveimur leikjum og lýkur með fjórum leikjum á morgun.

Arnór Smárason var með fjóra rétta þegar hann spáði í leiki 3. umferðar. Nú er það leikarinn Starkaður Pétursson sem spáir í spilin. Hann leikur í sýningunni Óbærilegur léttleiki knattspyrnunnar.

FH 0 - 2 KR Reykjavík *(Á morgun 14:00)*
Það er athyglisvert fyrir mig að spá í þennan stórleik, enda sjálfur KR-ingur sem er alinn upp í Hafnarfirði. Fyrir svona fimm árum síðan væri þessi viðureign kölluð El Classico Íslands en í dag besta falli Real Betis vs Sevilla. Þrátt fyrir rassskellingu í Fossvoginum á mánudaginn spái ég að Stórveldið stígi upp og sigri Fimleikafélagið 2-0.

Breiðablik 3 - 1 Fram (Í kvöld 20:00)
Allt er vænt sem vel er grænt og Fram fram fylking. Mér þykir einhverra hluta vegna vænt um Framara alveg frá því að Bjarni Guðjóns þjálfaði þá 2013 og heimavöllur þeirra var á tímabili Laugardalsvöllur. Fallega íslenskt að sjá 30 hræður á 10. þúsund manna velli að öskra liðið sitt áfram. Þrátt fyrir það eru Blikar með blóð á tönnunum, rétta úr kútnum og sigra 3-1 á heimavelli í Árbæ.

HK 1 - 0 Fylkir (Á morgun 14:00)
Ég tók ekki eftir einni spá í upphafi móts sem spáði HK-ingum ekki falli. Ég er blessunarlega maður bjartsýnar. Ég spái HK Evrópusæti í ár. Allir elska Öskubusku.. 1-0 fyrir HK.

Keflaví 2 - 2 ÍBV (Á morgun 17:00)
Á síðustu Þjóðhátíð vaknaði ég klukkan 13, grautþunnur og hjálparlaus, og festi mér kaup á viðureign þessa liða á Hásteinsvelli. Ég, eðlilega með aleiguna undir á ÍBV, tók mér forsetasæti í stúkunni og reyndi að slá Keflvíkinga út af laginu með öskrum eins og “Það er enginn miðbær í Keflavík!” og “Þig vantar alla föðurást!”. Það gekk ekki eftir og enduðu leikar 2-2. Síðustu vikur hef ég umkringst Keflvíkinga, Albert Halldórsson og gullbangsann Valdimar Guðmundsson. Eftir að hafa heyrt sögur af “Joey D” og Paddy’s þá átta ég mig á því að Keflvíkingar eru besta fólk. Ég bið hér með afsökunar til þeirra bláklæddu.. Ég hugsi að sagan endurtaki sig á laugardaginn kemur. 2-2.

Víkingur Reykjavík 5 - 0 KA (Á morgun 17:00)
Eyddi páskunum á Akureyri. Spilaði eins og herforingi á píanóið á Götubarnum í tvo tíma við mikinn fögnuð. A) Þau gátu ekki drullast til þess að gefa mér 1 drykk. B) Þegar ég pantaði mér drykk á annað borð þurfti ég að borga meira því ég var ekki með eitthvað fokking KEA kort. 5-0 sigur Víkings. Luigi með öll mörkin.

Valur 1 - 0 Stjarnan (Annað kvöld 19:15)
Ætli Fasteignafélagið fái ekki víti á 89’ mínútu eftir að Haukur Páll hrynur niður í teignum, voða hissa eitthvað. Nenni ekki að spá í því. 1-0 Valur. Hey talandi um Val: einhver mesti Valsari fyrir utan Hemma Gunn; Ólafur Ásgeirsson - á stórleik í leikritinu Óbærilegur léttleiki knattspyrnunnar sem sýnt er í Tjarnarbíó. Hlakka til að sjá alla Valsara þar. Og KR-inga. Og Stjörnumenn, Víkinga, KA-menn, FH-inga. Fylkisme…

Fyrri spámenn:
Einar Bragi Aðalsteinsson (4 réttir)
Arnór Smárason (4 réttir)
Orri Steinn Óskarsson (1 réttur)
Innkastið - Víkingur bauð KR upp á raunveruleikatékk
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner