Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 20. júní 2021 21:43
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Á Djair meira hrós skilið? - „Hrikalega öflugur leikmaður"
Djair í leik með Fylki.
Djair í leik með Fylki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Atli Sveinn Þórarinsson, annar af þjálfurum Fylkis, segir að Djair Parfitt-Williams, leikmaður liðsins, hafi verið að glíma við meiðsli í allan vetur og þau séu enn að plaga hann.

Djair byrjaði á bekknum í dag þegar Fylkir vann 3-1 sigur á ÍA í Pepsi Max-deildinni. Hann kom inn á sem varamaður á 77. mínútu.

„Við sjáum við hvernig hann bregst við eftir þennan leik. Hann er bara tæpur og búinn að vera í basli með nárann. Hann æfði nánast ekkert í vetur. Við sjáum það betur í vikunni," sagði Atli um meiðsli Djair.

Þrátt fyrir meiðslin þá er Djair búinn að vera mjög öflugur og einn af markahæstu leikmönnum deildarinnar; búinn að skora fimm mörk. Finnst þjálfara Fylkis Djair gleymast í umræðunni?

„Það snertir mig svo sem ekki. Ég held að allir sem spila á móti okkur og Djair, þeir vita hvað hann stendur fyrir. Hann er hrikalega öflugur leikmaður. Það er fjölmiðla að ákveða hvað þeir fjalla um," sagði Atli en allt viðtalið má sjá hér að neðan.
Atli Sveinn: Þetta var lífsnauðsynlegt
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner