Santos, Baleba, Wharton, Anderson, Gallagher og Stiller á lista Man Utd - Rashford vill ganga alfarið í raðir Barcelona
Óli Valur um tímabilið: Maður lærir mest í mótlæti
Óli stoltur af frammistöðunni: Það er búið að ganga mikið á
Valgeir: Svekkjandi að hann hafi klúðrað á þessum tímapunkti
Karólína: Erfitt að skilja við liðið eftir EM
Glódís um sterka byrjun Bayern - „Á góðu róli en alltaf hægt að gera betur“
Steini býst við agressívum andstæðingum: Mætum til að spila til sigurs
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
   sun 20. júní 2021 22:09
Sverrir Örn Einarsson
Joey Gibbs: Veljið mig sem fyrirliða
Joey Gibbs var á skotskónum í dag
Joey Gibbs var á skotskónum í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Leiknir er með mjög gott lið og þeir færa boltann mjög vel. En þetta var alvöru varnarvakt hjá okkur en það er jákvætt að við erum að verjast mun betur en við gerðum í upphafi leiktíðar sem ég held að sé lykillinn að árangri fyrir liðið," sagði markaskorari Keflavíkur Joey Gibbs aðspurður um leikinn eftir sigur Keflavíkur gegn Leikni á HS-Orkuvellinum fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  0 Leiknir R.

Gibbs sem skoraði ekki framan af móti hefur verið heitur fyrir framan markið að undanförnu og er kominn með 5 mörk í deildinni.

„Ég er búinn að vera framherji lengi og þetta gerist. Maður fer í gegnum þurrkatímabil en ég reyni bara að einbeita mér að grunnatriðum leiksins, að halda boltanum uppi og alla þessa litlu hluti. Mér fannst ég fara ágætlega af stað en mörkin voru bara ekki að koma en ég er með góða leikmenn í kringum mig sem að skapa færi fyrir mig og ég er viss um að það mun halda áfram. “

Joey var að lokum spurður hvort spilarar í Draumaliðsdeild Eyjabita sem hafa losað sig við hann úr liði sínu ættu að setja hann aftur í lið sitt.

„Já klárlega veljið mig sem fyrirliða.“

Sagði Joey léttur en allt viðtalið má sjá hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner
banner