PSG og Man Utd gætu gert skiptidíl - Engar viðræður um Salah - Konate má fara fyrir 15 milljónir punda
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
   þri 20. júlí 2021 20:48
Arnar Helgi Magnússon
Andri Hjörvar: Skil að áhorfendur hafi ekki skemmt sér konunglega
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andri Hjörvar Albertsson, þjálfari Þórs/KA, var svekktur í leikslok eftir að lið hans gerði 1-1 jafntelfi við Selfoss í Pepsi Max-deild kvenna fyrr í kvöld. Jöfnunarmark Selfyssinga kom seint í leiknum.

„Það er skiljanlegt að vera svekktur og súr með þetta. Við lögðum mikið púður í þennan leik og fáum því miður bara eitt stig. Stig sem við tökum og gæti verið mikilvægt í framhaldinu en stelpurnar mega svo sannarlega vera fúlar að fá ekki meira út úr leiknum í dag," sagði Andri í leikslok.

Lestu um leikinn: Selfoss 1 -  1 Þór/KA

Leikurinn var ekki mikið fyrir augað, fátt um fína drætti og færin létu á sér standa.

„Þetta var bara skák á milli liðanna og þjálfaranna. Ég man ekki einu sinni eftir færunum ef það voru einhver færi. Þetta var bara stöðubarátta á vellinum enda kannski mikið í húfi fyrir liðin. Ég get alveg skilið það að áhorfendur hafi ekki skemmt sér konunlega," sagði Andri glottandi.

Gestirnir frá Akureyri voru skipulagðir í leiknum og héldu sóknarmönnum Selfyssinga í skefjum.

„Við erum búin að vera að gera það upp á síðkastið. Við erum búin að taka út hættulega leikmenn í liði andstæðinganna og loka bara ansi vel á þá. Það er eitthvað sem við erum að gera vel," sagði Andri.

Tvö stór verkefni bíða Þór/KA en liðið mætir Val og Breiðablik í næstu tveimur leikjum. Andri ræðir þau verkefni nánar hér í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner