Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
„Þetta verkefni sem hún hefur gengið í gegnum er ótrúlegt"
Foreldrar Áslaugar Mundu á sínu þriðja EM - „Ekki hægt að sleppa þessu“
Bryndís mætt sem stuðningsmaður: Tók tíma að sætta sig við það
Halla forseti mætt til Sviss: Ég hef óbilandi trú á liðinu
Rúnar eiginmaður Natöshu: Ótrúlegt stolt fyrir okkar fjölskyldu
Rob Holding: Mættur til að styðja Ísland og Sveindísi
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
   þri 20. júlí 2021 20:48
Arnar Helgi Magnússon
Andri Hjörvar: Skil að áhorfendur hafi ekki skemmt sér konunglega
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andri Hjörvar Albertsson, þjálfari Þórs/KA, var svekktur í leikslok eftir að lið hans gerði 1-1 jafntelfi við Selfoss í Pepsi Max-deild kvenna fyrr í kvöld. Jöfnunarmark Selfyssinga kom seint í leiknum.

„Það er skiljanlegt að vera svekktur og súr með þetta. Við lögðum mikið púður í þennan leik og fáum því miður bara eitt stig. Stig sem við tökum og gæti verið mikilvægt í framhaldinu en stelpurnar mega svo sannarlega vera fúlar að fá ekki meira út úr leiknum í dag," sagði Andri í leikslok.

Lestu um leikinn: Selfoss 1 -  1 Þór/KA

Leikurinn var ekki mikið fyrir augað, fátt um fína drætti og færin létu á sér standa.

„Þetta var bara skák á milli liðanna og þjálfaranna. Ég man ekki einu sinni eftir færunum ef það voru einhver færi. Þetta var bara stöðubarátta á vellinum enda kannski mikið í húfi fyrir liðin. Ég get alveg skilið það að áhorfendur hafi ekki skemmt sér konunlega," sagði Andri glottandi.

Gestirnir frá Akureyri voru skipulagðir í leiknum og héldu sóknarmönnum Selfyssinga í skefjum.

„Við erum búin að vera að gera það upp á síðkastið. Við erum búin að taka út hættulega leikmenn í liði andstæðinganna og loka bara ansi vel á þá. Það er eitthvað sem við erum að gera vel," sagði Andri.

Tvö stór verkefni bíða Þór/KA en liðið mætir Val og Breiðablik í næstu tveimur leikjum. Andri ræðir þau verkefni nánar hér í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner