Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
banner
   þri 20. júlí 2021 20:48
Arnar Helgi Magnússon
Andri Hjörvar: Skil að áhorfendur hafi ekki skemmt sér konunglega
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andri Hjörvar Albertsson, þjálfari Þórs/KA, var svekktur í leikslok eftir að lið hans gerði 1-1 jafntelfi við Selfoss í Pepsi Max-deild kvenna fyrr í kvöld. Jöfnunarmark Selfyssinga kom seint í leiknum.

„Það er skiljanlegt að vera svekktur og súr með þetta. Við lögðum mikið púður í þennan leik og fáum því miður bara eitt stig. Stig sem við tökum og gæti verið mikilvægt í framhaldinu en stelpurnar mega svo sannarlega vera fúlar að fá ekki meira út úr leiknum í dag," sagði Andri í leikslok.

Lestu um leikinn: Selfoss 1 -  1 Þór/KA

Leikurinn var ekki mikið fyrir augað, fátt um fína drætti og færin létu á sér standa.

„Þetta var bara skák á milli liðanna og þjálfaranna. Ég man ekki einu sinni eftir færunum ef það voru einhver færi. Þetta var bara stöðubarátta á vellinum enda kannski mikið í húfi fyrir liðin. Ég get alveg skilið það að áhorfendur hafi ekki skemmt sér konunlega," sagði Andri glottandi.

Gestirnir frá Akureyri voru skipulagðir í leiknum og héldu sóknarmönnum Selfyssinga í skefjum.

„Við erum búin að vera að gera það upp á síðkastið. Við erum búin að taka út hættulega leikmenn í liði andstæðinganna og loka bara ansi vel á þá. Það er eitthvað sem við erum að gera vel," sagði Andri.

Tvö stór verkefni bíða Þór/KA en liðið mætir Val og Breiðablik í næstu tveimur leikjum. Andri ræðir þau verkefni nánar hér í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner