þri 20. júlí 2021 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Brentford fær Onyeka frá Midtjylland (Staðfest)
Kemur frá Midtjylland.
Kemur frá Midtjylland.
Mynd: EPA
Brentford hefur keypt sinn fyrsta leikmann í sumar, fyrir átökin í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.

Félagið er búið að festa kaup á Frank Onyeka, 23 ára gömlu miðjumanni frá Midtjylland í Danmörku. Þar var hann liðsfélagi Mikaels Neville Anderson.

Onyeka fór til Englands í gær og þarf að fara í sóttkví áður en hann kemur til móts við hópinn.

Thomas Frank, stjóri Brentford, segir að félagið sé að næla í einn besta leikmann dönsku úrvalsdeildarinnar.

Matthew Benham, eigandi Brentford, á einnig stóran hlut í Mitdjylland.
Athugasemdir
banner
banner
banner