De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
   fim 20. júlí 2023 13:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Eitt mesta talent sem við Íslendingar eigum"
,,Þessir tveir eru í zone-inu"
Eggert Aron var frábær í leiknum á mánudaginn.
Eggert Aron var frábær í leiknum á mánudaginn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísak Andri er genginn í raðir Norrköping í Svíþjóð.
Ísak Andri er genginn í raðir Norrköping í Svíþjóð.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það hlýtur að berast stórt tilboð í þessum mánuði í Eggert
Það hlýtur að berast stórt tilboð í þessum mánuði í Eggert
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Það sést hversu miklvægt það er að vera með Emil Atlason
Það sést hversu miklvægt það er að vera með Emil Atlason
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þeir finna fleiri leiðir
Þeir finna fleiri leiðir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhann Árni fær stærra hlutverk
Jóhann Árni fær stærra hlutverk
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísak Andri Sigurgeirsson var í vikunni seldur frá Stjörnunni til Norrköping. Hann var búinn að koma að 14 mörkum í fyrstu ellefu leikjunum í Bestu deildinni.

Hann var ekki með Stjörnunni á mánudag gegn Val þar sem skiptin til Norrköping voru yfirvofandi. Ísak er nítján ára kantmaður og var það annar nítján ára leikmaður sem blómstraði á mánudagskvöld.

Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  0 Valur

Eggert Aron Guðmundsson átti frábæran leik og skoraði seinna mark Stjörnunnar í 2-0 sigrinum. Eggert er nýkominn af lokamóti U19 ásamt fjórum liðsfélögum sínum í Stjörnunni. Hann sló í gegn þar og skoraði frábært mark í leiknum gegn Noregi.

Andri Adolphsson gekk í raðir Stjörnunnar í vetur og var hann spurður út í þessa tvo ungu stráka í viðtali eftir leikinn gegn Val.

„Ísak er algjörlega sérstakur fótboltamaður, frábær í því sem hann gerir. Það er búið að vera ógeðslega gaman að fá að vera með honum í liði."

„Þessir tveir eru bara í zone-inu, búnir að vera það og verða bara betri og betri með hverjum leik. Frábært að fylgjast með þessu,"
sagði Andri.

Eitt mesta talent sem við Íslendingar eigum
Rætt var um Eggert og Ísak í Innkastinu.

„Maður sá það úti á Möltu að þetta er eitt mesta talent sem við Íslendingar eigum í augnablikinu. Maður hefur einhvern veginn tekið honum sem sjálfsögðum hlut af því hann er búinn að spila svo mikið í Stjörnunni," sagði Guðmundur Aðalsteinn.

„Mér fannst hann skemmtilegri en Ísak, eitthvað við hann; brosandi inn á vellinum, alltaf mættur og tilbúinn að fara í öll návígi sama hver er á móti honum. Svífur um völlinn. Geggjuð týpa, geggjuð orka og hann elskar að vera í Stjörnunni," sagði Sæbjörn Steinke.

„Það var mikið talað um hann af erlendum aðilum úti á Möltu. Fjölmiðlamenn voru alltaf að tala um Gudmundsson, eins og hann væri aðalmaðurinn í íslenska A-landsliðinu. Hann er búinn að meika það á Möltu," sagði Guðmundur.

Á Twitter var birt myndband af Eggerti þar sem hann kom á æfingu hjá 6. flokki Stjörnunnar sem má sjá hér að neðan.

„Það var kallað úr stúkunni: Messi, Messi. Það er búið að koma því í gegn í Stjörnunni að hann sé kallaður litli Messi," sagði Guðmundur.

„Ísak Andri er farinn úr deildinni, skemmtilegt kynningarmyndband hjá Norrköping; þar sem Íslendingar verða goðsagnir," sagði Guðmundur.

„Það munu fleiri fara af detta af trjánum hjá Stjörnunni og yfirgefa félagið á næstu vikum og mánuðum," sagði Elvar Geir.

„Eggert Aron hlýtur að vera næstur út. Ég veit ekki hversu „geðveikt" næsta félag þarf að vera, það er alveg klárt að það er verið að horfa á þennan gæja," sagði Sæbjörn.

„Það hlýtur að berast stórt tilboð í þessum mánuði í Eggert, það mun gerast," sagði Guðmundur.

Elvar velti því fyrir sér hvernig Stjarnan myndi vegna að fylla skarð Ísaks.

„Þeir leystu það vel á mánudaginn, voru með Adolf Daða úti vinstra megin. Hilmar Árni er líka möguleiki í þessa stöðu. Það verða tilfærslur, Jóhann Árni fær stærra hlutverk; það kemur maður inn. Ekki kannski fyllt í skarðið, heldur breytt um áherslur. Það er ekki alltaf leitað út til vinstri þar sem Ísak átti að vinna einn á móti einum. Þeir finna fleiri leiðir," sagði Sæbjörn.

Elvar benti á að þá yrði erfiðara fyrir andstæðingana að stoppa liðið.

„Mér finnst við hafa séð toppliðin ná að stoppa þá með því að loka vel á Ísak. Það var ekki hægt á mánudaginn. Það er líka önnur vídd sem Stjarnan er að fá inn. Það sést hversu miklvægt það er að vera með Emil Atlason, allt annað dæmi fyrir varnir andstæðinganna," sagði Sæbjörn.
Geggjuð tilfinning að snúa aftur - „Rosa skrítið að spila á móti þessum gæjum"
Tiltalið: Eggert Aron Guðmundsson
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner