Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   þri 20. ágúst 2019 09:10
Magnús Már Einarsson
Neville: Þetta er víti hjá Man Utd en ekki tombóla
Pogba klikkaði á vítapunktinum í gær.
Pogba klikkaði á vítapunktinum í gær.
Mynd: Getty Images
„Þetta er vítaspyrna hjá Manchester United - þetta er ekki tombóla. Þetta eru ekki fimm ára krakkar úti á leikvelli," sagði Gary Neville, fyrrum leikmaður Manchester United, ósáttur eftir að Paul Pogba klikkaði á vítaspyrnu í 1-1 jafntefli gegn Wolves í gær.

Pogba og Marcus Rashford tókust á um það hver ætti að taka vítaspyrnuna. Rashford skoraði gegn Chelsea um þarsíðustu helgi en á endanum tók Pogba spyrnuna í gær og klikkaði.

„Það ætti aldrei að vera rifrildi. Pogba hefur klikkað á fjórum spyrnum síðustu tólf mánuðina. Maður myndi halda að hann væri búinn með sín tækifæri."

„Rashford skoraði í síðustu viku - taktu vítaspyrnuna. Það var enginn leiðtogi þarna á vellinum. Það var eitthvað ekki rétt og þeir gátu ekki tekið ákvörðun sín á milli."


Sjá einnig:
Solskjær um vítaspyrnuna: Þú sérð þetta á glærusýningunni minni
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner