Chelsea er ekki hætt á markaðnum og ætlar að bæta við sig öðrum framherja áður en félagaskiptaglugganum verður skellt í lás í lok mánaðar.
Félagið er að ganga frá kaupum á portúgalska sóknartengiliðnum Joao Felix frá Atlético Madríd fyrir 44,5 milljónir punda, sem sendir Conor Gallagher í hina áttina.
Sumarið hefur verið erilsamt hjá stjórn Chelsea, líkt og síðustu tvö ár, en félagið hefur ekki lokið verki sínu á markaðnum.
Sky heldur því fram að Chelsea ætli að bæta öðrum framherja við hópinn fyrir gluggalok.
Victor Osimhen, sóknarmaður Napoli, hefur verið orðaður við félagið í allt sumar.
Franska félagið Paris Saint-Germain hefur átt í viðræðum við Napoli í allt sumar um Osimhen, en félögin hafa ekki enn náð saman um kaupverð. Napoli verðmetur Osimhen á rúmar 100 milljónir punda.
Samkvæmt Sky er Chelsea ekki reiðubúið að greiða þann verðmiða, en það hefur þó áhuga á að fá hann á láni.
Athugasemdir



