Viktor Jónsson skoraði annað af mörkum ÍA gegn uppeldisfélaginu Víkingi í gær. ÍA vann leikinn á Víkingsvelli, 1-2 lokatölur.
ÍA situr í 4. sæti Bestu deildarinnar sem stendur og horfa Skagamenn í möguleikann á Evrópusæti. Nýliðarnir hafa átt gott tímabil til þessa og Viktor verið fremstur í flokki.
Hann er komijnn með 15 mörk í 19 leikjum og vantar því fjögur mörk í síðustu átta leikjunum til að jafna markametið. Markametið var reyndar sett í 18 leikja deild og jafnað þrisvar sinnum áður en Andri Rúnar Bjarnason jafnaði það svo í 22 leikja deild.
ÍA situr í 4. sæti Bestu deildarinnar sem stendur og horfa Skagamenn í möguleikann á Evrópusæti. Nýliðarnir hafa átt gott tímabil til þessa og Viktor verið fremstur í flokki.
Hann er komijnn með 15 mörk í 19 leikjum og vantar því fjögur mörk í síðustu átta leikjunum til að jafna markametið. Markametið var reyndar sett í 18 leikja deild og jafnað þrisvar sinnum áður en Andri Rúnar Bjarnason jafnaði það svo í 22 leikja deild.
Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 - 2 ÍA
Viktor var til viðtals í gær og var hann spurður út í markmiðin það sem eftir er af mótinu.
„Fyrsta markmiðið var að tryggja sig í efri hlutann. Það kom smá kafli þar sem við duttum aðeins niður en mér finnst við hafa svarað því vel í síðustu tveimur leikjum. Við stefnum á 3. sæti, við erum einu stigi á eftir Val og það er vel gerlegt. Við viljum klífa sem hæst," sagði Viktor.
„Svo lengi sem ég get hjálpað liðinu, hjálpað með því að skora mörk - þetta helst allt saman í hendur. Auðvitað væri það frábær gulrót (að slá markaetið) en markmið liðsins eru númer eitt og hitt fylgir vonandi með," sagði framherjinn.
Það eru þeir Pétur Pétursson, Guðmundur Torfason, Þórður Guðjónsson og Tryggvi Guðmundsson sem skoruðu 19 mörk í 18 leikja deild og Andri Rúnar gerði það í 22 leikja deild.
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir