Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   þri 20. ágúst 2024 13:47
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Valur reyndi að fá Damir
Fagnar hér marki á N1 vellinum.
Fagnar hér marki á N1 vellinum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur setti sig í samband við Breiðablik nýlega með það í huga að fá Damir Muminovic í sínar raðir. Þetta hefur Fótbolti.net fengið staðfest.

Damir átti innan við hálft ár eftir af samningi sínum og var öðrum félögum frjálst að ræða við leikmanninn um samning sem tæki gildi eftir tímabilið.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  1 Fram

Breiðablik tilkynnti í síðustu viku að Damir hefði skrifað undir nýjan eins árs samning við Breiðablik og fagnaði hann því með því að eiga stóran þátt í marki gegn Val og skoraði svo gegn Fram í gærkvöldi. Það er því spurning hvort að samið hafi verið um myndarlegan markabónus miðað við markagræðgi Damirs í síðustu leikjum.

Damir er 34 ára og hefur verið hjá Breiðabliki síðan 2014. Hann varð Íslandsmeistari með liðinu árið 2022. Markið gegn Fram var hans fyrsta á þessu tímabili.
Innkastið - Blikar gripu loks gæsina og vond ára yfir Val
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner