
Thelma Karen Pálmadóttir er undir smásjá ítalska félagsins Roma. Davíð Þór Viðarsson, yfirmaður fótboltamála hjá FH, staðfesti við Fótbolta.net í gærkvöldi að ítalska félagið hafi sent inn fyrirspurn, en ekkert formlegt tilboð hafi borist.
Thelma Karen er fædd árið 2008 og er þegar orðin lykilmaður í liði FH. Hún var best leikmaður bikarúrslitaleiksins síðasta laugardag þegar hún skoraði tvö mörk í svekkjandi 2-3 tapi gegn Breiðabliki.
Thelma Karen er fædd árið 2008 og er þegar orðin lykilmaður í liði FH. Hún var best leikmaður bikarúrslitaleiksins síðasta laugardag þegar hún skoraði tvö mörk í svekkjandi 2-3 tapi gegn Breiðabliki.
Hún spilar á hægri kantinum og hefur alls skorað sex mörk í 17 leikjum í deild og bikar á þessu tímabili.
Félagaskiptaglugginn á Íslandi er lokaður en glugginn á Ítalíu er opinn fram á kvöldið 1. september. Roma endaði í 3. sæti ítölsku deildarinnar í fyrra. Kristrún Rut Antonsdóttir, leikmaður Þróttar, var leikmaður Roma fyrir um sjö árum síðan.
Thelma Karen á að baki 32 unglingalandsleiki og hefur í þeim skorað tíu mörk.
Thelma Karen Pálmadóttir ????????????????
— Orri Rafn Sigurdarson (@OrriRafn) August 19, 2025
Það er alvöru hiti ???? pic.twitter.com/mPNQnpOixY
Athugasemdir