Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
banner
   fös 20. september 2019 22:19
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Erna Guðrún: Það er djamm í kvöld og svo sjáum við til hvað gerist
Kvenaboltinn
Erna í leik í sumar.
Erna í leik í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„Tilfinningin er geggjuð, þetta var síðasti leikurinn og hann þurfti að vinnast. Geggjuð tilfinning þegar dómarinn flautaði af og við með forystuna, sagði fyrirliði FH, Erna Guðrún Magnúsdóttir, eftir 0-1 útisigur liðsins gegn Aftureldingu í Inkasso-deild kvenna í kvöld.

Sigurinn tryggði FH sæti í Pepsi Max-deild kvenna á næsta tímabili. FH endaði í 2. sæti Inkasso-deildarinnar.

Lestu um leikinn: Afturelding 0 - 1 FH.

Sjáðu viðtalið í heild sinni í spilaranum efst í fréttinni.

„Mér leið ótrúlega vel í leiknum, við vorum mjög samstilltar, ætluðum að taka þetta. Mér fannst við allan tímann vera með þetta."

Það varð vendipunktur í leiknum þegar fyrirliði Aftureldingar, Margrét Regína Grétarsdóttir, fékk sitt annað gula spjald á stuttum tíma og FH lék manni fleiri síðustu 40 mínúturnar eða svo.

„Að vera einum fleiri er gott og mér fannst rauða spjaldið gefa okkur aukin tækifæri. Mér fannst það vera punktur þar sem við ætluðum virkilega að keyra á þetta."

Tindastóll átti tölfræðilegan möguleika á að skáka FH í baráttunni um 2. sætið og var Erna meðvituð um það.

„Ég skal viðurkenna það ég kíkti í hálfleik hvað staðan var, þá var staðan 0-0. Í seinni hálfleik vissi ég ekki hvernig staðan var fyrir norðan."

Erna var að lokum spurð út í framtíð sína hjá félaginu.

„Það er planið. Ég hef ekki hugsað það lengra. Það er djamm í kvöld og svo sjáum við til hvað gerist," sagði Erna að lokum.

Athugasemdir
banner
banner