Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
   fös 20. september 2019 22:19
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Erna Guðrún: Það er djamm í kvöld og svo sjáum við til hvað gerist
Kvenaboltinn
Erna í leik í sumar.
Erna í leik í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„Tilfinningin er geggjuð, þetta var síðasti leikurinn og hann þurfti að vinnast. Geggjuð tilfinning þegar dómarinn flautaði af og við með forystuna, sagði fyrirliði FH, Erna Guðrún Magnúsdóttir, eftir 0-1 útisigur liðsins gegn Aftureldingu í Inkasso-deild kvenna í kvöld.

Sigurinn tryggði FH sæti í Pepsi Max-deild kvenna á næsta tímabili. FH endaði í 2. sæti Inkasso-deildarinnar.

Lestu um leikinn: Afturelding 0 - 1 FH.

Sjáðu viðtalið í heild sinni í spilaranum efst í fréttinni.

„Mér leið ótrúlega vel í leiknum, við vorum mjög samstilltar, ætluðum að taka þetta. Mér fannst við allan tímann vera með þetta."

Það varð vendipunktur í leiknum þegar fyrirliði Aftureldingar, Margrét Regína Grétarsdóttir, fékk sitt annað gula spjald á stuttum tíma og FH lék manni fleiri síðustu 40 mínúturnar eða svo.

„Að vera einum fleiri er gott og mér fannst rauða spjaldið gefa okkur aukin tækifæri. Mér fannst það vera punktur þar sem við ætluðum virkilega að keyra á þetta."

Tindastóll átti tölfræðilegan möguleika á að skáka FH í baráttunni um 2. sætið og var Erna meðvituð um það.

„Ég skal viðurkenna það ég kíkti í hálfleik hvað staðan var, þá var staðan 0-0. Í seinni hálfleik vissi ég ekki hvernig staðan var fyrir norðan."

Erna var að lokum spurð út í framtíð sína hjá félaginu.

„Það er planið. Ég hef ekki hugsað það lengra. Það er djamm í kvöld og svo sjáum við til hvað gerist," sagði Erna að lokum.

Athugasemdir
banner