Arsenal vill kaupa Livramento í sumar - Man Utd með nokkur nöfn á lista - Gallagher að snúa aftur í úrvalsdeildina?
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
   fös 20. september 2019 22:19
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Erna Guðrún: Það er djamm í kvöld og svo sjáum við til hvað gerist
Kvenaboltinn
Erna í leik í sumar.
Erna í leik í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„Tilfinningin er geggjuð, þetta var síðasti leikurinn og hann þurfti að vinnast. Geggjuð tilfinning þegar dómarinn flautaði af og við með forystuna, sagði fyrirliði FH, Erna Guðrún Magnúsdóttir, eftir 0-1 útisigur liðsins gegn Aftureldingu í Inkasso-deild kvenna í kvöld.

Sigurinn tryggði FH sæti í Pepsi Max-deild kvenna á næsta tímabili. FH endaði í 2. sæti Inkasso-deildarinnar.

Lestu um leikinn: Afturelding 0 - 1 FH.

Sjáðu viðtalið í heild sinni í spilaranum efst í fréttinni.

„Mér leið ótrúlega vel í leiknum, við vorum mjög samstilltar, ætluðum að taka þetta. Mér fannst við allan tímann vera með þetta."

Það varð vendipunktur í leiknum þegar fyrirliði Aftureldingar, Margrét Regína Grétarsdóttir, fékk sitt annað gula spjald á stuttum tíma og FH lék manni fleiri síðustu 40 mínúturnar eða svo.

„Að vera einum fleiri er gott og mér fannst rauða spjaldið gefa okkur aukin tækifæri. Mér fannst það vera punktur þar sem við ætluðum virkilega að keyra á þetta."

Tindastóll átti tölfræðilegan möguleika á að skáka FH í baráttunni um 2. sætið og var Erna meðvituð um það.

„Ég skal viðurkenna það ég kíkti í hálfleik hvað staðan var, þá var staðan 0-0. Í seinni hálfleik vissi ég ekki hvernig staðan var fyrir norðan."

Erna var að lokum spurð út í framtíð sína hjá félaginu.

„Það er planið. Ég hef ekki hugsað það lengra. Það er djamm í kvöld og svo sjáum við til hvað gerist," sagði Erna að lokum.

Athugasemdir
banner