Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 20. september 2019 23:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hafrún Rakel í Breiðablik (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik hefur nú þegar hafist handa við að styrkja leikmannahópinn fyrir komandi leiktíð í Pepsi Max-deild kvenna.

Ein umferð er eftir af deildinni og situr Breiðablik í 2. sæti deildarinnar og þarf að treysta á önnur úrslit en sigur í sínum leik til að landa Íslandsmeistaratitlinum.

Í kvöld fékkst staðfest að Blikar hafa klófest í einn allra efnilegasta leikmann Inkasso-deildarinnar.

Hafrún Rakel Halldórsdóttir mun ganga í raðir Breiðabliks eftir leiktíðina frá Aftureldingu. Hafrún lék allar 90 mínúturnar í tapi Aftureldingar gegn FH í kvöld og voru það hennar síðustu í búningi Aftureldingar, í bili að minnsta kosti.

Hafrún er fædd árið 2002 og er 16 ára gömul. Hún verður 17 ára í október. Hafrún var hluti af U19 ára landsliði Íslands sem fór í verkefni í Svíþjóð í ágúst.

Hafrún skoraði fimm mörk í Inkasso-deild kvenna í sumar og varð hún einnig ein af þremur jafnmarkahæstu leikmönnum Mjólkurbikars kvenna þar sem hún skoraði einnig fimm mörk.

Júlíus Ármann Júlíusson, þjálfari Aftureldingar, staðfesti félagaskiptin í viðtali í kvöld. Afturelding missir einnig Darian Elizabeth Powell úr leikmannahópi sínum en Darian yfirgefur landsteinana eftir að hafa skorað átta mörk í 12 leikjum fyrir Aftureldingu í sumar.

„Darian er að fara út aftur, Hafrún er að fara í Breiðablik og svo er spurning með aðra leikmenn sem eru að velta fyrir sér hvað þeir ætla að gera á næsta tímabili," sagði Júlíus í kvöld. Viðtalið við Júlíus má sjá í heild sinni hér að neðan.
Júlíus Ármann: Höfðum yfirhöndina en FH gekk á lagið manni fleiri
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner