Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 20. september 2019 16:30
Magnús Már Einarsson
Praet hóf ferilinn hjá Leicester í takkaskóm af öðrum leikmanni
Mynd: Getty Images
Belgíski miðjumaðurinn Dennis Praet gekk til liðs við Leicester frá Atalanta á átján milljónir punda rétt áður en félagaskiptaglugginn lokaði í síðasta mánuði.

Félagaskiptin voru á síðustu stundu og Praet þurfti að fá lánaða takkaskó á fyrstu æfingunum hjá Leicester því hann náði ekki að taka dót með sér til Englands.

„Þetta var mjög tæpt því þetta var á gluggadeginum. Ég mætti á æfingasvæðið og það voru smá vandræði með samninginn. Ég held að ég hafi skrifað undir þegar einn klukktími var eftir af glugganum svo þetta rétt náðist í gegn," sagði Praet.

„Ég hélt að ég myndi fara aftur heim og ná í dót ef ég myndi skrifa undir. Stjórinn vildi hins vegar að ég myndi bíða með það fram yfir fyrsta leik."

„Ég var með enga skó svo ég fór á fyrstu tvær æfingarnar og í fyrsta leikinn í skóm af öðrum. Ég veit ekki einu sinni hver átti þá."

Athugasemdir
banner
banner
banner