Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 20. september 2020 17:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þýskaland: Markalaust hjá Wolfsburg og Leverkusen
Leverkusen hafnaði í fimmta sæti deildarinnar á síðasta tímabili.
Leverkusen hafnaði í fimmta sæti deildarinnar á síðasta tímabili.
Mynd: Getty Images
Wolfsburg 0 - 0 Bayer

Markalaust jafntefli var niðurstaðan í síðari leiksins í deild þeirra bestu í Þýskalandi.

Þýska úrvalsdeildin byrjaði aftur að rúlla um helgina. Tveir leikir voru á dagskrá í dag, og RB Leipzig hafði betur gegn Mainz í fyrri leiknum.

Í síðari leiknum mættust Wolfsburg og Bayer Leverkusen, tvö félög sem stefna eflaust á að berjast í efri hluta deildarinnar.

Leverkusen missti Kai Havertz til Chelsea í sumar og tókst ekki að byrja þetta tímabil á sterkum útisigri. Leverkusen var meira með boltann í leiknum en tókst ekki að nýta sér það fyrir framan markið.

Önnur úrslit:
Þýskaland: Forsberg og Poulsen skoruðu í góðum sigri Leipzig
Athugasemdir
banner
banner
banner