29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   mið 20. september 2023 20:21
Sölvi Haraldsson
Aron Elí: Aðeins öðruvísi nálgun hjá okkur
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Það er ekkert til að fagna svosem, ennþá. Það er hálfleikur í þessu einvígi. Þetta var fín varnarframmistaða hjá okkur í dag. Ég er mjög spenntur að spila aftur á móti þeim á sunnudaginn.“ sagði Aron Elí, fyrirliði Aftureldingar, eftir 2-1 sigur á Leikni í Breiðholtinu í dag.


Lestu um leikinn: Leiknir R. 1 -  2 Afturelding

Aron var mjög sáttur með varnarleikinn hjá sínum mönnum í dag.

„Þetta var kannski aðeins öðruvísi nálgun hjá okkur en það sem við höfum verið að gera í sumar. En við vorum massívir varnarlega og vorum að fá fínar stöður fram á við að reyna að refsa eins og við gátum.

Það kom Vigfúsi, þjálfara Leiknis, í opna skjöldu hversu aftarlega á völlinn Afturelding féll en Aron var spurður út í það hvort það hafi verið eitthvað upplegg.

Eins og sást í leiknum að þá var það uppleggið. Leiknir eru með gott lið og þetta er erfiður útivöllur. Þetta gekk ágætlega. Þeir sköpuðu lítið sem var markmiðið með þessu og síðan erum við með stórhættulega menn frammi.

Ég held að það verði ekki erfitt að núllstilla sig fyrir leikinn á sunnudaginn. Menn vilja alltaf spila fleiri leiki. Við þurfum bara að njóta þess að spila, þetta verður kannski öðruvísi leikur þar sem við verðum á heimavelli. Við þurfum bara að fara inn í þann leik og gefa allt í þetta og vonandi falla úrslitin með okkur.“ sagði Aron Elí. fyrirliði Aftureldingar, að lokum eftir 2-1 sigur á móti Leikni í Breiðholtinu í dag.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner