Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
   mið 20. september 2023 20:21
Sölvi Haraldsson
Aron Elí: Aðeins öðruvísi nálgun hjá okkur
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Það er ekkert til að fagna svosem, ennþá. Það er hálfleikur í þessu einvígi. Þetta var fín varnarframmistaða hjá okkur í dag. Ég er mjög spenntur að spila aftur á móti þeim á sunnudaginn.“ sagði Aron Elí, fyrirliði Aftureldingar, eftir 2-1 sigur á Leikni í Breiðholtinu í dag.


Lestu um leikinn: Leiknir R. 1 -  2 Afturelding

Aron var mjög sáttur með varnarleikinn hjá sínum mönnum í dag.

„Þetta var kannski aðeins öðruvísi nálgun hjá okkur en það sem við höfum verið að gera í sumar. En við vorum massívir varnarlega og vorum að fá fínar stöður fram á við að reyna að refsa eins og við gátum.

Það kom Vigfúsi, þjálfara Leiknis, í opna skjöldu hversu aftarlega á völlinn Afturelding féll en Aron var spurður út í það hvort það hafi verið eitthvað upplegg.

Eins og sást í leiknum að þá var það uppleggið. Leiknir eru með gott lið og þetta er erfiður útivöllur. Þetta gekk ágætlega. Þeir sköpuðu lítið sem var markmiðið með þessu og síðan erum við með stórhættulega menn frammi.

Ég held að það verði ekki erfitt að núllstilla sig fyrir leikinn á sunnudaginn. Menn vilja alltaf spila fleiri leiki. Við þurfum bara að njóta þess að spila, þetta verður kannski öðruvísi leikur þar sem við verðum á heimavelli. Við þurfum bara að fara inn í þann leik og gefa allt í þetta og vonandi falla úrslitin með okkur.“ sagði Aron Elí. fyrirliði Aftureldingar, að lokum eftir 2-1 sigur á móti Leikni í Breiðholtinu í dag.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner