Koné fer til Manchester - Zirkzee fær loforð frá Roma - Chelsea og Villa skoða Santi Castro - John Terry til Oxford? - Aké eftirsóttur
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
   mið 20. september 2023 19:44
Brynjar Ingi Erluson
Davíð Smári: Hefðum klárlega getað farið betur með færin okkar
Lengjudeildin
Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra
Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Silas Songani átti góðan leik með Vestra
Silas Songani átti góðan leik með Vestra
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Góðar. Þokkalega sáttur með þennan leik og reyndum að spila fótbolta, en fannst þeir koma hingað til að slökkva svolítið í okkur og koma í veg fyrir það sem við ætluðum að gera. Mér fannst það vera þeirra aðal-gameplan til að skemma fyrir okkur. Skiljanlega kannski, stór og mikill leikur og erfiður heimavöllur fyrir þá að sækja. Ég er sáttur með þetta og hefðum alltaf tekið 1-0 forystu fyrir leikinn, þannig við erum sáttir,“ sagði Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, eftir 1-0 sigurinn á Fjölni í fyrri leik liðanna í undanúrslitum umspils Lengjudeildarinnar.

Lestu um leikinn: Vestri 1 -  0 Fjölnir

Silas Songani skoraði eina mark leiksins í fyrri hálfleiknum, en Vestri fékk mörg færi til að ganga frá leiknum, en nýtti ekki.

„Við fáum færi til að fara helvíti langt með þetta í fyrri hálfleik, hefðum átt að skora mark strax á eftir markinu sem við skorum og svo undir lok leiks fáum við ofboðslega góða sénsa og hefðum getað farið langt með að klára einvígið í dag, en þeir komu mjög grimmir til leiks í seinni hálfleik og hrós á þá. Þeir voru rosalega aggresífir og við ekki alveg nógu aggresífir. Ég er sáttur með leikinn í heild sinni, en við hefðum klárlega getað farið betur með færin okkar.“

Davíð gerði tvær breytingar á 67. mínútu er hann tók Silas Songani, sem átti frábæran fyrri hálfleik og svo Vladimir Tufegdzic, en hann gerði það til að fá meiri stjórn á leikinn.

„Okkur langaði að geta stjórnað leiknum aðeins betur og haldið betur í boltann. Sama með Tufa, vildum fá ferskar lappir inn og reyna að ná stjórn á leiknum aftur. Þetta datt í smá vitleysu eftir 50-55 mínútur, þá var þetta endanna á milli. við vorum að ná meira 'control' á leiknum og það var ástæðan fyrir skiptingunum og auðvitað stutt í næsta leik.“

Elvar Baldvinsson, leikmaður Vestra, þurfti að fara af velli á 53. mínútu eftir að hann fékk þungt högg og hlaut myndarlegt glóðarauga.

„Bara með glóðurauga og menn geta alveg spilað með glóðarauga. Ég held að þeir sjálfir verða vonsviknir ef þeir geta ekki spilað því þeir eru með glóðarauga, það vilja allir spila þessa leiki og ég held að honum sé alveg sama þó hann sé með smá 'shiner',“ sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner