Man Utd á eftir Bellingham - West Ham og Sevilla vilja Zirkzee - Gordon til Liverpool?
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
Lárus Orri: Ég vissi að það væri verið að gera góða hluti hérna á Akranesi
Heimir kveður FH: Frábært að enda þetta með honum
Jón Þór: Alltof stór atvik í íslenskum fótbolta sem dómarastéttin er að klúðra
Ósáttur með hvernig ÍBV kláraði mótið - „Ákveðin vanvirðing“
Haddi: Okkur þyrstir að vera þar
Láki: Ákveðið að flýta þessum leik svo Haddi og KA-menn geti fengið sér snemma í kvöld
   mið 20. september 2023 19:44
Brynjar Ingi Erluson
Davíð Smári: Hefðum klárlega getað farið betur með færin okkar
Lengjudeildin
Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra
Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Silas Songani átti góðan leik með Vestra
Silas Songani átti góðan leik með Vestra
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Góðar. Þokkalega sáttur með þennan leik og reyndum að spila fótbolta, en fannst þeir koma hingað til að slökkva svolítið í okkur og koma í veg fyrir það sem við ætluðum að gera. Mér fannst það vera þeirra aðal-gameplan til að skemma fyrir okkur. Skiljanlega kannski, stór og mikill leikur og erfiður heimavöllur fyrir þá að sækja. Ég er sáttur með þetta og hefðum alltaf tekið 1-0 forystu fyrir leikinn, þannig við erum sáttir,“ sagði Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, eftir 1-0 sigurinn á Fjölni í fyrri leik liðanna í undanúrslitum umspils Lengjudeildarinnar.

Lestu um leikinn: Vestri 1 -  0 Fjölnir

Silas Songani skoraði eina mark leiksins í fyrri hálfleiknum, en Vestri fékk mörg færi til að ganga frá leiknum, en nýtti ekki.

„Við fáum færi til að fara helvíti langt með þetta í fyrri hálfleik, hefðum átt að skora mark strax á eftir markinu sem við skorum og svo undir lok leiks fáum við ofboðslega góða sénsa og hefðum getað farið langt með að klára einvígið í dag, en þeir komu mjög grimmir til leiks í seinni hálfleik og hrós á þá. Þeir voru rosalega aggresífir og við ekki alveg nógu aggresífir. Ég er sáttur með leikinn í heild sinni, en við hefðum klárlega getað farið betur með færin okkar.“

Davíð gerði tvær breytingar á 67. mínútu er hann tók Silas Songani, sem átti frábæran fyrri hálfleik og svo Vladimir Tufegdzic, en hann gerði það til að fá meiri stjórn á leikinn.

„Okkur langaði að geta stjórnað leiknum aðeins betur og haldið betur í boltann. Sama með Tufa, vildum fá ferskar lappir inn og reyna að ná stjórn á leiknum aftur. Þetta datt í smá vitleysu eftir 50-55 mínútur, þá var þetta endanna á milli. við vorum að ná meira 'control' á leiknum og það var ástæðan fyrir skiptingunum og auðvitað stutt í næsta leik.“

Elvar Baldvinsson, leikmaður Vestra, þurfti að fara af velli á 53. mínútu eftir að hann fékk þungt högg og hlaut myndarlegt glóðarauga.

„Bara með glóðurauga og menn geta alveg spilað með glóðarauga. Ég held að þeir sjálfir verða vonsviknir ef þeir geta ekki spilað því þeir eru með glóðarauga, það vilja allir spila þessa leiki og ég held að honum sé alveg sama þó hann sé með smá 'shiner',“ sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner