Þrír á förum frá Man City - Dalot orðaður við Real Madrid - Framherji West Ham til Milan?
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
   mið 20. september 2023 19:44
Brynjar Ingi Erluson
Davíð Smári: Hefðum klárlega getað farið betur með færin okkar
Lengjudeildin
Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra
Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Silas Songani átti góðan leik með Vestra
Silas Songani átti góðan leik með Vestra
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Góðar. Þokkalega sáttur með þennan leik og reyndum að spila fótbolta, en fannst þeir koma hingað til að slökkva svolítið í okkur og koma í veg fyrir það sem við ætluðum að gera. Mér fannst það vera þeirra aðal-gameplan til að skemma fyrir okkur. Skiljanlega kannski, stór og mikill leikur og erfiður heimavöllur fyrir þá að sækja. Ég er sáttur með þetta og hefðum alltaf tekið 1-0 forystu fyrir leikinn, þannig við erum sáttir,“ sagði Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, eftir 1-0 sigurinn á Fjölni í fyrri leik liðanna í undanúrslitum umspils Lengjudeildarinnar.

Lestu um leikinn: Vestri 1 -  0 Fjölnir

Silas Songani skoraði eina mark leiksins í fyrri hálfleiknum, en Vestri fékk mörg færi til að ganga frá leiknum, en nýtti ekki.

„Við fáum færi til að fara helvíti langt með þetta í fyrri hálfleik, hefðum átt að skora mark strax á eftir markinu sem við skorum og svo undir lok leiks fáum við ofboðslega góða sénsa og hefðum getað farið langt með að klára einvígið í dag, en þeir komu mjög grimmir til leiks í seinni hálfleik og hrós á þá. Þeir voru rosalega aggresífir og við ekki alveg nógu aggresífir. Ég er sáttur með leikinn í heild sinni, en við hefðum klárlega getað farið betur með færin okkar.“

Davíð gerði tvær breytingar á 67. mínútu er hann tók Silas Songani, sem átti frábæran fyrri hálfleik og svo Vladimir Tufegdzic, en hann gerði það til að fá meiri stjórn á leikinn.

„Okkur langaði að geta stjórnað leiknum aðeins betur og haldið betur í boltann. Sama með Tufa, vildum fá ferskar lappir inn og reyna að ná stjórn á leiknum aftur. Þetta datt í smá vitleysu eftir 50-55 mínútur, þá var þetta endanna á milli. við vorum að ná meira 'control' á leiknum og það var ástæðan fyrir skiptingunum og auðvitað stutt í næsta leik.“

Elvar Baldvinsson, leikmaður Vestra, þurfti að fara af velli á 53. mínútu eftir að hann fékk þungt högg og hlaut myndarlegt glóðarauga.

„Bara með glóðurauga og menn geta alveg spilað með glóðarauga. Ég held að þeir sjálfir verða vonsviknir ef þeir geta ekki spilað því þeir eru með glóðarauga, það vilja allir spila þessa leiki og ég held að honum sé alveg sama þó hann sé með smá 'shiner',“ sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner