Sancho, Van de Beek, Greenwood, Soule, Todibo, Müller og fleiri góðir koma við sögu í slúðri dagsins
Karólína Lea: Langt síðan við höfum unnið svo ég fékk aðeins að njóta lengur
Hildur Antons: Þegar það er laus bolti inn í teig þá hendir maður sér á hann
Steini um íþróttamálaráðherra: Allavega ætla ég ekki að kjósa hann
Diljá sá markið fyrir sér í gærkvöldi - „Hef gert þetta nokkrum sinnum áður"
Glódís: Þurfum ekki alltaf að skora áður en að við getum slakað á
Einn af sex í Svíþjóð sem náðu eftirtektarverðum áfanga - „Mjög hreykinn af því"
Viktor: Vil sjá Breiðablik og Kópavogsbæ setja fullan kraft í það
Fyrirliðinn pirraður með uppskeruna - „Öðruvísi andrúmsloft en á venjulegum fótboltaleik"
Dóri Árna: Ótrúlegt að dómarateymið og UEFA hafi tekið þátt í þessu leikriti
Glódís: Skiptir ekki höfuðmáli hvaða kerfi við spilum
Steini: Kuldinn skiptir ekki máli en það verða læti í þeim
Sædís: Virkilega þakklát og stolt af byrjunarliðssætinu
Hlín: Verður mikill líkamlegur barningur
Selma Sól óttast ekki kuldann í Wales - Búin að vera í -12 í Þrándheimi
Áslaug Dóra sú níunda sem fer til Örebro - „Begga eiginlega seldi mér þetta"
Áhuginn víða en Kristianstad lendingin - „Spila bara fyrir hana seinna"
'Jú, jú þetta er rétt Guðný, bara bíddu aðeins'
Sandra María: Þurfum að sýna alvöru íslenska geðveiki
Ingibjörg undir jólatónlist - Ekki á móti þessu en Glódís á allan heiðurinn
Olla fékk leyfi frá Harvard eftir dramatíska tölvupósta
   mið 20. september 2023 19:44
Brynjar Ingi Erluson
Davíð Smári: Hefðum klárlega getað farið betur með færin okkar
Lengjudeildin
watermark Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra
Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
watermark Silas Songani átti góðan leik með Vestra
Silas Songani átti góðan leik með Vestra
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Góðar. Þokkalega sáttur með þennan leik og reyndum að spila fótbolta, en fannst þeir koma hingað til að slökkva svolítið í okkur og koma í veg fyrir það sem við ætluðum að gera. Mér fannst það vera þeirra aðal-gameplan til að skemma fyrir okkur. Skiljanlega kannski, stór og mikill leikur og erfiður heimavöllur fyrir þá að sækja. Ég er sáttur með þetta og hefðum alltaf tekið 1-0 forystu fyrir leikinn, þannig við erum sáttir,“ sagði Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, eftir 1-0 sigurinn á Fjölni í fyrri leik liðanna í undanúrslitum umspils Lengjudeildarinnar.

Lestu um leikinn: Vestri 1 -  0 Fjölnir

Silas Songani skoraði eina mark leiksins í fyrri hálfleiknum, en Vestri fékk mörg færi til að ganga frá leiknum, en nýtti ekki.

„Við fáum færi til að fara helvíti langt með þetta í fyrri hálfleik, hefðum átt að skora mark strax á eftir markinu sem við skorum og svo undir lok leiks fáum við ofboðslega góða sénsa og hefðum getað farið langt með að klára einvígið í dag, en þeir komu mjög grimmir til leiks í seinni hálfleik og hrós á þá. Þeir voru rosalega aggresífir og við ekki alveg nógu aggresífir. Ég er sáttur með leikinn í heild sinni, en við hefðum klárlega getað farið betur með færin okkar.“

Davíð gerði tvær breytingar á 67. mínútu er hann tók Silas Songani, sem átti frábæran fyrri hálfleik og svo Vladimir Tufegdzic, en hann gerði það til að fá meiri stjórn á leikinn.

„Okkur langaði að geta stjórnað leiknum aðeins betur og haldið betur í boltann. Sama með Tufa, vildum fá ferskar lappir inn og reyna að ná stjórn á leiknum aftur. Þetta datt í smá vitleysu eftir 50-55 mínútur, þá var þetta endanna á milli. við vorum að ná meira 'control' á leiknum og það var ástæðan fyrir skiptingunum og auðvitað stutt í næsta leik.“

Elvar Baldvinsson, leikmaður Vestra, þurfti að fara af velli á 53. mínútu eftir að hann fékk þungt högg og hlaut myndarlegt glóðarauga.

„Bara með glóðurauga og menn geta alveg spilað með glóðarauga. Ég held að þeir sjálfir verða vonsviknir ef þeir geta ekki spilað því þeir eru með glóðarauga, það vilja allir spila þessa leiki og ég held að honum sé alveg sama þó hann sé með smá 'shiner',“ sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner