Sancho, Van de Beek, Greenwood, Soule, Todibo, Müller og fleiri góðir koma við sögu í slúðri dagsins
banner
   mið 20. september 2023 11:30
Elvar Geir Magnússon
Guardiola: Erum að lenda í meiðslavandræðum
Pep Guardiola, stjóri Manchester City.
Pep Guardiola, stjóri Manchester City.
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola stjóri Manchester City segir að stækkandi meiðslalisti sé að skapa vandræði fyrir liðið og ógni fullkominni byrjun þess á tímabilinu.

City var aðeins með sex útileikmenn á bekknum í 3-1 sigri gegn Rauðu stjörnunni í Belgrad í gær. Bernardo Silva meiddist í leiknum og verður frá næstu vikurnar.

Fyrir á meiðslalistanum voru Kevin de Bruyne, Jack Grealish, Mateo Kovacic og John Stones.

Það er leikjaálag framundan hjá City sem á þrjú deildarleiki, deildabikarleik og annan Meistaradeildarleik fyrir næsta landsleikjaglugga.

„Meiðslin eru að koma okkur í vandræði en ég ætla ekki að kvarta. Svona er þetta bara. Við treystum á þá leikmenn sem við höfum. Sem lengi sem hugarfarið er það rétta þá gengur þetta. Það eru fimm mjög mikilvægir leikmenn meiddir og það skapar vandræði í gegnum langan tíma," segir Guardiola.

Meðal leikmanna sem City keypti í sumar er Matheus Nunes en miðjumaðurinn, sem var keyptur frá Wolves á 53 milljónir punda á gluggadeginum, lék sinn fyrsta byrjunarliðsleik í gær.
Athugasemdir
banner
banner