Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
   mið 20. september 2023 18:59
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Hallgrímur Mar: Þetta var mjög steiktur leikur
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

KA vann Keflavík í hörku leik í neðri hluta Bestu deildarinnar í dag. Fótbolti.net ræddi við Hallgrím Mar Steingrímsson leikmann KA sem skoraði tvö mörk í dag.


Lestu um leikinn: KA 4 -  2 Keflavík

„Leikurinn var kaflaskiptur, við byrjuðum mjög vel og ég hélt að við værum að fara rúlla yfir þá en síðan slökum við á og erum 'soft' varnarlega og þeir fá færi í fyrri hálfleik sem þeir hefðu getað skorað úr," sagði Hallgrímur Mar.

„Þetta var mjög steiktur leikur. Í seinni hálfleik voru þeir miklu betri. Mér fannst við ekki eiga breik framan af í seinni hálfleik, vorum lélegir varnarlega og vorum ekki að sinna því sem við eigum að sinna."

KA hóf leikinn af krafti en Keflvíkingar unnu sig inn í leikinn og munurinn var aðeins eitt mark í hálfleik.

„Við komumst 2-0 yfir og menn halda kannski að þetta verði eitthvað auðvelt. Þetta er aldrei auðvelt í fótbolta, sérstaklega á móti liði sem er að berjast fyrir lífi sínu," sagði Hallgrímur Mar.

KA tapaði í úrslitum Mjólkurbikarsins gegn Víkingum um síðustu helgi. Sá leikur var ekki að trufla Hallgrím í dag.

„Ég er hættur að hugsa um hann, maður svekkti sig á þessu í tvo daga. Það þýðir ekki að breyta því, það gerðist. Við förum þangað á næsta ári líka og reynum að vinna þá. Við klárum þessa leiki sem eftir eru eins vel og við getum," sagði Hallgrímur Mar.


Athugasemdir
banner