Chelsea tilbúið að selja Enzo - Man Utd vill Gomes - Anderson og Wharton líka á óskalista United
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
   mið 20. september 2023 18:59
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Hallgrímur Mar: Þetta var mjög steiktur leikur
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

KA vann Keflavík í hörku leik í neðri hluta Bestu deildarinnar í dag. Fótbolti.net ræddi við Hallgrím Mar Steingrímsson leikmann KA sem skoraði tvö mörk í dag.


Lestu um leikinn: KA 4 -  2 Keflavík

„Leikurinn var kaflaskiptur, við byrjuðum mjög vel og ég hélt að við værum að fara rúlla yfir þá en síðan slökum við á og erum 'soft' varnarlega og þeir fá færi í fyrri hálfleik sem þeir hefðu getað skorað úr," sagði Hallgrímur Mar.

„Þetta var mjög steiktur leikur. Í seinni hálfleik voru þeir miklu betri. Mér fannst við ekki eiga breik framan af í seinni hálfleik, vorum lélegir varnarlega og vorum ekki að sinna því sem við eigum að sinna."

KA hóf leikinn af krafti en Keflvíkingar unnu sig inn í leikinn og munurinn var aðeins eitt mark í hálfleik.

„Við komumst 2-0 yfir og menn halda kannski að þetta verði eitthvað auðvelt. Þetta er aldrei auðvelt í fótbolta, sérstaklega á móti liði sem er að berjast fyrir lífi sínu," sagði Hallgrímur Mar.

KA tapaði í úrslitum Mjólkurbikarsins gegn Víkingum um síðustu helgi. Sá leikur var ekki að trufla Hallgrím í dag.

„Ég er hættur að hugsa um hann, maður svekkti sig á þessu í tvo daga. Það þýðir ekki að breyta því, það gerðist. Við förum þangað á næsta ári líka og reynum að vinna þá. Við klárum þessa leiki sem eftir eru eins vel og við getum," sagði Hallgrímur Mar.


Athugasemdir
banner