Það var tilkynnt í morgun að landsliðsfyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir væri búin að skrifa undir nýjan samning við þýska stórveldið Bayern München sem gildir til ársins 2026.
Glódís var einn af bestu varnarmönnum þýsku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð er Bayern varð meistari.
Hún kom til Bayern frá Rosengård sumarið 2021.
Glódís var orðuð við Arsenal í sumar en hún ætlar að vera áfram hjá Bayern og það fréttir sem stuðningsmenn félagsins eru gríðarlega ánægðir með. Þetta eru stórar fréttir fyrir stórveldið frá Bæjaralandi.
Eftir að það var tilkynnt að hún væri búin að skrifa undir nýjan samning þá mátti sjá stóra auglýsingu um það í opinberri verslun félagsins í München en þetta er í fyrsta skipti þar sem leikmaður kvennaliðs félagsins fær svona auglýsingu eftir framlengingu á samningi.
„Sirka það svalasta sem ég hef séð," segir Kristófer Eggertsson, kærasti Glódísar, á Twitter en það er alveg hægt að taka undir það. Myndbandið má sjá hér fyrir neðan.
Sirka það svalasta sem ég hef séð https://t.co/VyL40MRyoF
— Kristófer Eggertsson (@kristoferegg) September 20, 2023
Fyrsta skipti sem að Bayern gerir svona tilkynningu um leikmann kvennaliðs félagsins. Risa auglýsing í búðinni um að leikmaðurinn hafi framlengt samning sinn við félagið
— Orri Rafn Sigurdarson (@OrriRafn) September 20, 2023
Það segir kannski til um hversu mikilvæg og stórt nafn @glodisperla er í Bayern og á heimsvísu. #fotboltinet https://t.co/HSfihvw6L9
Athugasemdir