Enzo Maresca, stjóri Chelsea, segist ekki vera undir neinni pressu á að ná Meistaradeildarsæti á þessu tímabili.
Maresca tók við Chelsea fyrir yfirstandandi tímabil eftir að Mauricio Pochettino hafði verið látinn fara.
Maresca tók við Chelsea fyrir yfirstandandi tímabil eftir að Mauricio Pochettino hafði verið látinn fara.
Leikur Lundúnafélagsins hefur verið upp og niður í byrjun tímabils en Maresca sagði frá því á fréttamannafundi í dag að enginn væri að pressa á hann að ná topp fjórum og komast þannig í Meistaradeildina.
„Hvorki eigendurnir né yfirmennn fótboltamála hjá félaginu hafa minnst á það að ég þurfi að ná topp fjórum," sagði Maresca í dag.
„Þetta er góður hópur en á síðustu tveimur tímabilum hefur liðið endað í tólfta og sjötta sæti. Mér finnst hópurinn góður en þú getur bara tekið leik fyrir leik."
Athugasemdir