Kane gæti tekið við af Lewandowski - Amorim fær pening - Camavinga til Englands?
   lau 20. september 2025 14:54
Brynjar Ingi Erluson
Bayern hélt hreinu í endurkomu Glódísar
Kvenaboltinn
Glódís Perla er mætt aftur á völlinn
Glódís Perla er mætt aftur á völlinn
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Glódís Perla Viggósdóttir er mætt aftur á völlinn eftir að hafa glímt við hnémeiðsli en hún spilaði allan leikinn í vörn Bayern München sem gerði markalaust jafntefli við Jena á heimavelli í þýsku deildinni í dag.

Landsliðsfyrirliðinn hafði ekkert spilað með Bayern í byrjun leiktíðar vegna meiðsla en kom aftur í liðið fyrir leikinn gegn Jena.

Hún stóð sína plikt í vörninni sem hélt hreinu, en sóknarmönnunum tókst ekki að nýta þann aragrúa af færum sem liðið fékk í leiknum og niðurstaðan markalaust jafntefli.

Bayern er í öðru sæti með 7 stig, jafnmörg stig og topplið Freiburg sem er með betri markatölu.

Guðný Árnadóttir og Elísa Lana Sigurjónsdóttir spiluðu í 2-1 sigri Kristianstad á Brommapojkarna í sænsku úrvalsdeildinni.

Guðný kom inn af bekknum tæpum hálftíma fyrir leikslok, en Elísa Lana þegar lítið var eftir af leiknum. Alexandra Jóhannsdóttir var ekki í hópnum hjá Kristianstad sem situr í 5. sæti með 33 stig.
Athugasemdir
banner