Kane gæti tekið við af Lewandowski - Amorim fær pening - Camavinga til Englands?
   lau 20. september 2025 14:34
Brynjar Ingi Erluson
Moyes skaut föstum skotum eftir leik - „Orðnir vanir furðulegum ákvörðunum á Anfield“
David Moyes
David Moyes
Mynd: EPA
David Moyes, stjóri Everton, var ósáttur eftir 2-1 tap liðsins gegn Liverpool á Anfield, en óánægja hans beinist að dómarasambandi Englands.

Liverpool tók tveggja marka forystu í fyrri hálfleiknum, en Everton kom sér aftur inn í leikinn með laglegu marki Idrissa Gana Gueye eftir tæpan klukkutíma.

Moyes var ósáttur með línuna hjá dómaranum og nefndi hann sérstaklega atvikið er Kiernan Dewsbury-Hall fékk gula spjaldið fyrir að taka snögga aukaspyrnu.

Einnig talaði Moyes um uppbótartímann sem var aðeins þrjár mínútur.

„Við gerðum nokkra góða hluti, en ekki nóg til þess að ná í úrslit,“ sagði Moyes við TNT Sports.

„Það er alveg magnað að það hafi aðeins verið bætt þremur mínútum við venjulegan leiktíma. Ég hef séð mörg lið skora eftir snögga aukaspyrnu, en við þurftum alltaf að bíða eftir flautunni.“

„Nokkrar furðulegar ákvarðanir, en við erum orðnir vanir því á þessum velli,“
sagði Moyes.
Athugasemdir