Kane gæti tekið við af Lewandowski - Amorim fær pening - Camavinga til Englands?
   lau 20. september 2025 15:15
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Mikael Egill opnaði markareikninginn hjá Genoa
Mikael Egill fagnar fyrsta marki sínu með Genoa
Mikael Egill fagnar fyrsta marki sínu með Genoa
Mynd: EPA
Bologna 2 - 1 Genoa
0-1 Mikael Ellertsson ('63 )
1-1 Santiago Castro ('73 )
2-1 Riccardo Orsolini ('90 , víti)

Landsliðsmaðurinn Mikael Egill Ellertsson opnaði markareikninginn með Genoa í Seríu A í svekkjandi 2-1 tapi gegn Bologna í dag.

Framarinn gekk formlega til liðs við Genoa frá Venezia í sumar og var að byrja sinn þriðja deildarleik með liðinu.

Hann skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið á 63. mínútu leiksins eftir stoðsendingu frá Ruslan Malinkovskyi. Úkraínumaðurinn kom boltanum á Mikael sem skoraði með laglegu skoti í nærhornið.

Þetta var hans þriðja mark í efstu deild á Ítalíu, en hin tvö mörkin skoraði hann með Venezia.

Bologna svaraði tíu mínútum síðar með marki Santiago Castro áður en Riccardo Orsolini tryggði heimamönnum dramatískan sigur með marki úr vítaspyrnu á níundu mínútu í uppbótartíma.

Svekkjandi fyrir Genoa sem er í 17. sæti með 2 stig en Bologna í 8. sæti með 6 stig.


Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 3 3 0 0 6 1 +5 9
2 Juventus 3 3 0 0 7 3 +4 9
3 Cagliari 4 2 1 1 5 3 +2 7
4 Cremonese 3 2 1 0 5 3 +2 7
5 Udinese 3 2 1 0 4 2 +2 7
6 Milan 3 2 0 1 4 2 +2 6
7 Roma 3 2 0 1 2 1 +1 6
8 Bologna 4 2 0 2 3 3 0 6
9 Atalanta 3 1 2 0 6 3 +3 5
10 Como 3 1 1 1 3 2 +1 4
11 Torino 3 1 1 1 1 5 -4 4
12 Inter 3 1 0 2 9 6 +3 3
13 Lazio 3 1 0 2 4 3 +1 3
14 Sassuolo 3 1 0 2 3 5 -2 3
15 Genoa 4 0 2 2 2 4 -2 2
16 Fiorentina 3 0 2 1 2 4 -2 2
17 Verona 3 0 2 1 1 5 -4 2
18 Pisa 3 0 1 2 1 3 -2 1
19 Parma 3 0 1 2 1 5 -4 1
20 Lecce 4 0 1 3 2 8 -6 1
Athugasemdir
banner