
John Andrews hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks kvenna hjá KR næstu þrjú árin en KR-ingar tilkynna þetta á heimasíðu sinni í kvöld.
Andrews er afar reyndur þjálfari sem er með UEFA Pro-gráðu og unnið bæði erlendis og hér heima.
Hann þjálfaði hjá Aftureldingu, KSÍ, fótboltasambandi Írlands og alþjóðlegri akademíu Liverpool og Völsungi.
Síðast var hann að þjálfa Víking R. en þar náði hann ótrúlegri afreki árið 2023 er liðið vann bikarinn. Sama ár vann liðið Lengjudeildina og Lengjubikarinn.
Andrews stýrði Víkingum í fimm og hálft ár, en yfirgaf félagið í sumar eftir slaka byrjun á tímabilinu.
Hann sagði í viðtali við Fótbolta.net í síðasta mánuði að hann væri tilbúinn við símann ef áhugi kæmi upp og það gerði það. KR hefur ráðið hann til þriggja ára til að stýra kvennaliði félagsins. Hann mun einnig hafa umsjón með starfi yngri flokka kvenna.
KR hafnaði í 5. sæti Lengjudeildinnar á þessu tímabili með 28 stig, en þrjú ár eru liðin frá því félagið spilaði síðast í efstu deild. Hann er maðurinn sem á að koma KR aftur í röð þeirra bestu.
Athugasemdir