Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   mið 17. september 2025 18:03
Brynjar Ingi Erluson
Mótmæltu með því að senda varaliðið til leiks - Eggert Aron með tvær stoðsendingar
Eggert Aron átti flottan leik með Brann
Eggert Aron átti flottan leik með Brann
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sverrir fékk bandið í fyrsta leik eftir að þjálfarinn var rekinn
Sverrir fékk bandið í fyrsta leik eftir að þjálfarinn var rekinn
Mynd: Panathinaikos
Áhugamenn um norska fótboltann ráku upp stór augu þegar lið Sandefjord var kynnt fyrir leik liðsins gegn Tromsdalen í 32-liða úrslitum bikarsins í kvöld.

Sandefjord fór fram á við mótastjórn að bikarleiknum yrði frestað fram í næstu viku, enda gæfist of lítill tími til að undirbúa sig fyrir næsta deildarleik.

Ferðalagið var allt of langt enda á hinum enda Noregs og því lítill tími fyrir hvíld.

Mótastjórnin hafnaði tillögu Sandefjord sem ákvað að mótmæla með því að stilla upp varaliðinu gegn Tromsdalen sem lauk með 6-1 tapi, en Tromsdalen leikur í C-deildinni í Noregi.

Andreas Tegström, þjálfari Sandefjord, fór ekki heldur með í verkefnið. Stefán Ingi Sigurðarson er á mála hjá félaginu og var eftir heima eins og aðrir liðsfélagar hans.

Eggert Aron með tvær stoðsendingar

Eggert Aron Guðmundsson lagði upp tvö mörk í 5-1 stórsigri Brann á Mjöndalen í bikarnum.

Hann lagði upp fyrstu tvö mörkin í leiknum og bætti liðið síðan við tveimur mörkum sitt hvoru megin við hálfleikinn áður en þeir settu fimmta markið stundarfjórðungi fyrir leikslok.

Eggert fór af velli eftir klukkutímaleik en Sævar Atli Magnússon var hvíldur á bekknum. Freyr Alexandersson er þjálfari Brann.

Nóel Atli Arnórsson kom inn af bekknum hjá Álaborg sem tapaði fyrir Midtjylland, 3-0, í 32-liða úrslitum danska bikarsins. Elías Rafn Ólafsson var á bekknum hjá Midtjylland.

Sverrir Ingi Ingason fékk þá loks tækifæri í byrjunarliði Panathinaikos og var með fyrirliðabandið í 1-0 sigri á Athens Kallithea í 1. umferðinni.

Rui Vitoria var rekinn sem þjálfari Panathinaikos á dögunum, en Sverrir hafði ekki fengið að spila margar mínútur í byrjun leiktíðar.
Athugasemdir
banner