Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   mið 17. september 2025 15:50
Sverrir Örn Einarsson
Byrjunarliðin í Reykjanesslagnum: Þjálfarar hræra ekki í sigurliði
Lengjudeildin
Frans Elvarsson fyrirliði Keflavíkur í dag á leiki með Njarðvík
Frans Elvarsson fyrirliði Keflavíkur í dag á leiki með Njarðvík
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keflavík tekur á móti grönnum sínum í Njarðvík í fyrri leik liðanna í umspili Lengjudeildarinnar um sæti í Bestu deildinni. Búast má við hörkuleik en Njarðvík sem endaði í 2.sæti Lengjudeildarinnar á harma að hefna gegn Keflavík eftir að hafa tapað gríðarlega mikilvægum deildarleik gegn Keflavík á dögunum. Keflavík að sama skapi laumaði sér inn í umspilið með góðum sigri í lokaumferð deildarinnar og stefnir á Laugardalsvöll annað árið í röð.

Lestu um leikinn: Keflavík 0 -  2 Njarðvík

Þjálfarar liðanna hafa opinberað byrjunarlið sín og má sjá þau hér að neðan.

Gunnar Heiðar Þorvaldsson velur að halda sig við sama byrjunarlið og vann öruggan 3-0 sigur á Grindavík í síðustu umferð deildarinnar.

Slíkt hið sama er upp á teningnum hjá kollega hans í Keflavík sem stillir upp sama liði og tryggði Keflavík sæti í umspilinu með sigri á Selfoss í lokaumferðinn

Byrjunarlið Keflavík:
21. Sindri Kristinn Ólafsson (m)
4. Nacho Heras
6. Sindri Snær Magnússon
7. Kári Sigfússon
10. Stefan Ljubicic
11. Muhamed Alghoul
20. Marin Brigic
22. Ásgeir Páll Magnússon
23. Eiður Orri Ragnarsson
25. Frans Elvarsson (f)
27. Viktor Elmar Gautason

Byrjunarlið Njarðvík:
1. Aron Snær Friðriksson (m)
2. Davíð Helgi Aronsson
3. Sigurjón Már Markússon
6. Arnleifur Hjörleifsson
7. Joao Ananias
9. Oumar Diouck
10. Valdimar Jóhannsson
11. Freysteinn Ingi Guðnason
13. Dominik Radic
19. Tómas Bjarki Jónsson (f)
23. Thomas Boakye
Athugasemdir
banner
banner