Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   mið 17. september 2025 19:16
Brynjar Ingi Erluson
Meistaradeildin: Tíu leikmenn Pafos héldu út í Aþenu - Dramatísk endurkoma Bodö/Glimt
Olympiakos og Pafos gerðu markalaust jafntefli
Olympiakos og Pafos gerðu markalaust jafntefli
Mynd: EPA
Bodö/Glimt heldur áfram að gera góða hluti í Evrópu
Bodö/Glimt heldur áfram að gera góða hluti í Evrópu
Mynd: EPA
Kýpverska liðið Pafos náði í sitt fyrsta stig í Meistaradeild Evrópu er liðið gerði markalaust jafntefli við gríska stórliðið Olympiakos í 1. umferð deildarkeppninnar í Aþenu í kvöld.

Pafos tryggði sér sæti í Meistaradeildina í fyrsta sinn í sögu félagsins í gegnum umspilið.

Brasilíski framherjinn Bruno fékk gula spjaldið eftir fimmtán mínútna leik og níu mínútum síðar var hann sendur í sturtu fyrir hrikalega klaufalegt brot.

Tíu leikmenn Pafos gerðu frábærlega gegn Olympiakos sem fann ekki leið framhjá markverði Kýpverja.

Pafos er því komið með fyrsta stig sitt, en leikmenn Olympiakos munu væntanlega fá fyrir ferðina í grísku miðlunum og frá stuðningsmönnum eftir leik enda mjög niðrandi fyrir félag af þessari stærðargráðu að tapa fyrir liði frá Kýpur, grannaþjóð Grikkja.

Norsku meistaranir í Bodö/Glimt áttu frábæra endurkomu gegn Slavía Prag í 2-2 jafntefli í Tékklandi.

Youssoupha Mbodji braut ísinn í leiknum á 23. mínútu. Kaspher Hogh gat jafnað fyrir Bodö snemma í seinni hálfleiknum, en klikkaði á vítapunktinum.

Mbodji refsaði með öðru marki á 74. mínútu, en heimamönnum tókst að glutra forystunni niður á síðasta stundarfjórðungi leiksins. Daniel Bassi minnkaði muninn á 78. mínútu og undir lok leiks skoraði Sondre Fet stórbrotið mark í slá og inn með frábæru skoti við vítateigslínuna.

Svekkjandi hjá Slavía Prag sem neyddist til að deila stigunum með Bodö/Glimt.

Olympiakos 0 - 0 Pafos FC
Rautt spjald: Bruno, Pafos FC ('26)

Slavia Praha 2 - 2 Bodo-Glimt
1-0 Youssoupha Mbodji ('23 )
1-0 Kasper Hogh ('54 , Misnotað víti)
2-0 Youssoupha Mbodji ('74 )
2-1 Daniel Bassi ('78 )
2-2 Sondre Fet ('90 )
Athugasemdir
banner