Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   mið 17. september 2025 20:08
Brynjar Ingi Erluson
Landsliðskonurnar áfram í Evrópubikarnum - Vigdís skoraði tvö af bekknum
Kvenaboltinn
Vigdís Lilja átti sterka innkomu af bekknum
Vigdís Lilja átti sterka innkomu af bekknum
Mynd: Anderlecht
Landsliðskonurnar Cecilía Rán Rúnarsdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir eru komnar áfram í aðra umferð í forkeppni Evrópubikarsins eftir að hafa unnið samanlagðan 5-1 sigur á Hibernian í tveggja leikja rimmu.

Inter fór með 4-1 forystu inn í seinni leikinn og var Cecilía þá hvíld í bikarnum um helgina á meðan Karólína kom inn af bekknum.

Þær byrjuðu báðar í seinni leiknum í kvöld sem lauk með 1-0 sigri Inter. Hin 18 ára gamla Masa Tomasevic skoraði mark Inter undir lok leiks.

Inter er komið áfram í aðra umferð sem er síðasta umferðin í forkeppninni.

Dregið verður í aðra umferð á föstudaginn, en drátturinn verður í beinni útsendingu á heimasíðu UEFA.

Vigdís Lilja Kristjánsdóttir nýtti þá mínúturnar sem hún fékk með Anderlecht í 9-0 slátrun á Aris frá Grikklandi í keppninni. Hún kom inn af bekknum hálftíma fyrir leikslok og skoraði tvö mörk.

Samanlagður sigur Anderlecht í rimmunni var 15-0. Þægilegt hjá þeim belgísku.

Anderlecht flaug áfram í aðra umferð og verður í pottinum eins og Inter á föstudag.
Athugasemdir
banner