Borja Lopez Laguna hefur lagt skóna á hilluna en hann hefur leikið með Dalvík/Reyni síðustu sjö tímabil.
Bor er 31 árs og lék 19 deildarleiki í sumar og skoraði þrjú mörk, eitt af þeim kom í leiknum gegn Víkingi Ólafsvík, síðasta leik ferilsins, síðasta laugardag. Hann hefur verið lykilmaður í liði Dalvíkur síðustu ár.
Alls lék hann 162 KSÍ leiki með Dalvík/Reyni og skoraði 65 mörk. Hann var í liði ársins í 2. deild sumarið 2023 og liði ársins í 3. deildinni tímabilið á undan.
Bor er 31 árs og lék 19 deildarleiki í sumar og skoraði þrjú mörk, eitt af þeim kom í leiknum gegn Víkingi Ólafsvík, síðasta leik ferilsins, síðasta laugardag. Hann hefur verið lykilmaður í liði Dalvíkur síðustu ár.
Alls lék hann 162 KSÍ leiki með Dalvík/Reyni og skoraði 65 mörk. Hann var í liði ársins í 2. deild sumarið 2023 og liði ársins í 3. deildinni tímabilið á undan.
Utan vallar er Bor rekstrarstjóri Fincafresh sem flytur inn ávexti frá Spáni.
„Það var frábært fyrir mig á mínu fyrsta ári að hafa Bor með okkur. Hann var meiddur stærstan hluta undirbúningstímabilsins og framan af móti. Reynsla hans skipti okkur hins vegar miklu máli þegar hann komst af stað og við eigum eftir að sakna hans úr okkar liði.“
„Hann lét mig vita af því í upphafi árs að þetta yrði hans síðasta ár á vellinum. Það var því gaman að kveðja hann um helgina með sigri og að hann skildi skora fyrsta mark leiksins.“
„Bor hefur reynst Dalvík frábærlega í gegnum árin sjö, hann hefur sest hér að og er nú farin að reka öflugt fyrirtæki. Hann fær nú tíma til að sinna því enn betur en áður," segir Hörður Snævar Jónsson sem er þjálfari Dalvíkur/Reynis.
Athugasemdir