Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
   mið 17. september 2025 20:36
Sverrir Örn Einarsson
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Lengjudeildin
Haraldur Freyr Guðmundsson
Haraldur Freyr Guðmundsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er bara hálfleikur í þessu og 90 mínútur eftir. Mér fannst þetta góður leikur af okkar hálfu. Við sköpum okkur mikið af góðum stöðum, fáum fín færi og eigum margar góðar fyrirgjafir en fyllum ekki teiginn alveg nægilega vel. Við hefðum getað skorað tvö mörk hér í fyrri hálfleik en boltinn bara vildi ekki inn “ Sagði Haraldur Freyr Guðmundsson þjálfari Keflavíkur eftir 2-1 tap Keflavíkur gegn Njarðvík í fyrri leik liðanna í umspili um sæti Bestu deildarinnar.

Seinna mark Njarðvíkur situr í Keflvíkingum en það kom úr vítaspyrnu sem dæmd var á Marin Brigic sem virtist sparka til leikmanns Njarðvíkur liggjandi í grasinu er boltinn var í höndum Sindra Kristins markvarðar Keflvíkinga. Dómurinn sem slíkur var ekki það eina sem fór í taugarnar á Keflvíkingum heldur framkvæmd hennar sömuleiðis.

„Það var engin sem kvartaði hjá þeim og allir mjög hissa hjá okkur svo þetta var mjög skrýtin dómur. Vítaspyrnan sjálf er svo ekki rétt framkvæmd. Það má ekki taka aðhlaup að boltanum og bakka svo. En það er eins og það er og við gerum ekki neitt úr því núna.“

Framundan er síðari leikur liðanna en hann fer fram næstkomandi sunnudag á JBÓ vellinum í Njarðvík. Hvernig verður undirbúningi háttað?

„Næstu dagar snúast bara um endurheimt hjá þeim sem spiluðu mikið í dag. Við reynum svo að æfa eitthvað og rýna í þennan leik hvað við getum gert betur og hvað við gerum vel.“

Sagði Haraldur en allt viðtalið má sjá hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner