
„Það er bara hálfleikur í þessu og 90 mínútur eftir. Mér fannst þetta góður leikur af okkar hálfu. Við sköpum okkur mikið af góðum stöðum, fáum fín færi og eigum margar góðar fyrirgjafir en fyllum ekki teiginn alveg nægilega vel. Við hefðum getað skorað tvö mörk hér í fyrri hálfleik en boltinn bara vildi ekki inn “ Sagði Haraldur Freyr Guðmundsson þjálfari Keflavíkur eftir 2-1 tap Keflavíkur gegn Njarðvík í fyrri leik liðanna í umspili um sæti Bestu deildarinnar.
Seinna mark Njarðvíkur situr í Keflvíkingum en það kom úr vítaspyrnu sem dæmd var á Marin Brigic sem virtist sparka til leikmanns Njarðvíkur liggjandi í grasinu er boltinn var í höndum Sindra Kristins markvarðar Keflvíkinga. Dómurinn sem slíkur var ekki það eina sem fór í taugarnar á Keflvíkingum heldur framkvæmd hennar sömuleiðis.
„Það var engin sem kvartaði hjá þeim og allir mjög hissa hjá okkur svo þetta var mjög skrýtin dómur. Vítaspyrnan sjálf er svo ekki rétt framkvæmd. Það má ekki taka aðhlaup að boltanum og bakka svo. En það er eins og það er og við gerum ekki neitt úr því núna.“
Framundan er síðari leikur liðanna en hann fer fram næstkomandi sunnudag á JBÓ vellinum í Njarðvík. Hvernig verður undirbúningi háttað?
„Næstu dagar snúast bara um endurheimt hjá þeim sem spiluðu mikið í dag. Við reynum svo að æfa eitthvað og rýna í þennan leik hvað við getum gert betur og hvað við gerum vel.“
Sagði Haraldur en allt viðtalið má sjá hér að ofan
Athugasemdir