Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   þri 20. október 2020 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Michael Oliver dæmir stórleik Bayern gegn Atletico
Evrópumeistarar FC Bayern taka á móti Atletico Madrid er þeir hefja titilvörnina í riðlakeppni Meistaradeildarinnar annað kvöld.

Dómari leiksins verður enginn annar en Michael Oliver, sem hefur verið mikið í umræðunni eftir 2-2 jafntefli Englandsmeistara Liverpool gegn nágrönnum sínum í Everton.

Oliver er af mörgum talinn besti dómari ensku úrvalsdeildarinnar. Síðast þegar hann dæmdi leik hjá Madrídarliði rak hann Gianluigi Buffon, markvörð Juventus, að velli í uppbótartíma í sögulegum leik á Santiago Bernabeu.

Atletico og Bayern mætast í hörkuslag í A-riðli en bæði lið eru líkleg til að komast áfram í næstu umferð. RB Salzburg og Lokomotiv Moskva eru einnig í riðlinum og ólíklegt að Salzburg takist að stríða stórliðunum eftir mikla blóðtöku í undanförnum félagaskiptagluggum.
Athugasemdir
banner