Trent áfram hjá Real Madrid - Arsenal á eftir Alvarez - Bayern og Liverpool berjast um Diomande
   lau 24. janúar 2026 20:45
Ívan Guðjón Baldursson
Sandra María hafði betur í Íslendingaslag
Kvenaboltinn
Mynd: Köln
Mynd: Anderlecht
Það voru nokkrir Íslendingar sem komu við sögu í leikjum dagsins í kvennaboltanum víða um Evrópu, þar sem Sandra María Jessen og Ingibjörg Sigurðardóttir mættust í Íslendingaslag í efstu deild þýska boltans.

Sandra María lék allan leikinn í fremstu víglínu hjá Köln sem vann 1-0 gegn Freiburg.

Gestirnir frá Freiburg fengu kjörið tækifæri til að jafna leikinn í uppbótartíma en Emily Birkholz klúðraði af vítapunktinum. Á þeim tímapunkti voru aðeins tíu leikmenn eftir á vellinum hjá Freiburg eftir að Nia Szenk fékk að líta rautt spjald á 65. mínútu.

Köln klifrar uppfyrir Freiburg á stöðutöflunni með þessum sigri. Köln er núna með 24 stig eftir 15 umferðir, einu meira heldur en Freiburg. Sandra og stöllur eru aðeins tveimur stigum frá evrópusæti.

Í ítalska boltanum kom Katla Tryggvadóttir inn af bekknum í tapi Fiorentina gegn Lazio. Fiorentina og Lazio eru jöfn í þriðja til fimmta sæti eftir innbyrðisviðureignina. Katla er með tvö mörk og eina stoðsendingu í átta deildarleikjum á tímabilinu.

Í Belgíu hafði Anderlecht betur gegn Westerlo og var Andrea Rut Bjarnadóttir í byrjunarliðinu. Anderlecht er í öðru sæti með 32 stig eftir 13 umferðir, tveimur stigum á eftir toppliði OH Leuven. Vigdís Lilja Kristjánsdóttir var ekki í byrjunarliðinu.

Að lokum fóru tveir æfingaleikir fram þar sem lærlingar Nik Chamberlain í liði Kristianstad fóru létt með Trelleborg á meðan Hammarby sigraði auðveldlega gegn Norrköping.

Köln 1 - 0 Freiburg

Lazio 3 - 0 Fiorentina

Anderlecht 1 - 0 Westerlo

Trelleborg 0 - 4 Kristianstad

Hammarby 4 - 0 Norrköping

Athugasemdir
banner